Tuesday, November 15, 2005

Óvæntur morgunhani

Ég er fordómafull karlremba og viðurkenni að ég á erfitt með að ímynda mér að myndarlegt kvenfólk fari snemma á fætur. Þetta er auðvelt að útskýra: Í verkfræðiheiminum er kvenfólk í minnihluta og því er ég vanur að sjá sauðhærða og ofvirka kaffisjúklinga snemma á morgnana, en ekki kvenfólk, og þá bæði á vinnustað og í skóla.

Nú spratt hins vegar óvæntur morgunhani upp á yfirborðið sem ég get notað til að hvetja mig til að drullast fyrr á fætur og vera sestur fyrr við skrifborðið á morgnana. Húrra fyrir því.

No comments: