Tuesday, November 15, 2005

Rugldagur

Sumir dagar eru einfaldlega dæmdir til dauða frá fyrstu mínútu. Gott og vel að hafa komist snemma á fætur og fundið morgunhana til að keppa við í að mæta sem fyrst (þó aðallega við sjálfan mig). Allt annað hefur hins vegar verið á frekar þreyttum og pirruðum nótum. En ekkert við því að gera. Núna eru næstum allir farnir heim og loksins kominn vinnufriður á vinnustaðnum.

Daði kemur á fimmtudaginn og lifrin er strax byrjuð að búa til afsakanir vegna fyrirhugsaðs verkfalls síns vegna óhóflegs yfirvinnuálags um næstu helgi.

Er skrýtið að finnast gaman að besserwissa um t.d. menntaskólastærðfræði, Matlab eða ritgerðasmíð?

2 comments:

Anonymous said...

Daði mætir vonandi fyrir hádegi á fimmtudaginn. Þá má lifrin fara að vara sig...

Burkni said...

Nei ekki skrýtið.