Monday, November 14, 2005

Smettið í fullri stærð

Að vissu leyti fallega gert hjá ritstjórn visir.isbirta síðustu grein mína á skoðanaskiptasíðunni þeirra, en af hverju er myndin höfð í 260x290 punkta stærð?!

En þarna er djöfullinn nú samt fyrir þá sem misstu af pappírsútgáfu Fréttablaðsins á laugardaginn.

Á morgun er kosið til sveitastjórna (kommune) og landshlutastjórna (region) í Danmörku og ég er með kosningarétt. Heilsíðuauglýsingar frá vinstrisinnuðum stéttafélögum hafa birst í öllum blöðum síðustu vikur, þar sem ánauðugir meðlimir stéttafélaganna greiða fyrir kosningabaráttu í þágu ríkisstyrktra sósíalistanna. Er frelsið ekki yndislegt?

No comments: