Wednesday, November 09, 2005

Bjánar

Tele2 hefur marga bjána í vinnu. Ætlun mín var að skipta frá Tele2 áskriftareitthvað (sem ég batt mig í í 6 mánuði til að fá ódýran síma) og yfir í Tele2 talfrelsieitthvað. Einfalt ekki satt?

Ég fer á heimasíðuna og smelli á Tele2 talfrelsisdótið, vel möguleikann "halda númerinu", pikka inn eitt og annað og fæ nýtt SIM-kort þremur dögum seinna. Einfalt ekki satt?

Í gær hætti gamla SIM-kortið mitt að tengjast símkerfinu svo ég dreg fram hið nýja SIM-kort og set í símann og kveiki á. Hið nýja kort getur heldur engu tengst og ég reiknaði þá með því að vera einhvers staðar á milli steins og sleggju í einhverju tölvukerfi og þyrfti bara að bíða aðeins þar til hið nýja kort næði sambandi.

Eftir sólarhring af þessu sambandsleysis-rugli, með tvö SIM-kort og hvorugt sem virkar, þá hringi ég í alræmda "kundeservice" Tele2 (fræg fyrir mjög marga möguleika til að velja á milli til að loksins komast í rétta símbiðröð, og bíða síðan lengi lengi eftir að einhver svari). Þar er mér sagt að "villa" hafi komið upp þegar ég var að "skipta" um símþjónustu (innan sama fyrirtækis vel á minnst).

Þegar ég logga mig inn á hladdu-taletid-í-símann-þinn síðuna stendur að villa hafi komið upp. Frábær villa meira að segja: "Flytning af nummer afvist af dit gamle selskab. Tele2 undersøger sagen." Já einmitt. "Gamla símfyrirtækið" hafði "hafnað flutning" á númerinu.

Kellingarbeyglan í þjónustudeildinni sagði að hún myndi senda meldingu í kerfið sem gæti tekið allt að fjóra daga að greiða �r. Tele2 hefur marga góða eiginleika og margt hjá þeim er ágætt. En að það taki mig fimm símalausa daga að skipta frá einni þjónustu þeirra yfir í aðra er reiðivaldandi.

Ónefnd stúlka sagði að það væri engin furða að Íslendingar væru að kaupa upp fyrirtæki í Danmörku eins og óðir væru, því einhver þyrfti að kenna þessum Baunum hvernig á að reka fyrirtæki. Ég er hjartanlega sammála.

No comments: