Friday, November 25, 2005

Hugsað upphátt

Hvernig stendur á því að Danir, sem segja "þetta er bara vinnan" og "ekkert stress" og eru lengur í allskyns fríum en ég get talið upp, eru að farast úr stressi og brotna niður af vinnuálagi hægri og vinstri, á meðan Íslendingar vinna dag og nótt og fara varla í frí virka miklu sáttari við lífsbaráttuna og veruleikann?

Eftir margra mánaða rannsóknir get ég nú lýst því hvað draumastarf Danans er: Í fyrsta lagi má vinnuvikan ekki vera lengri en 37 tímar og aldrei þannig að yfirvinna eigi á hættu að verða möguleg, borguð eða ekki. Í öðru lagi verða að vera mikil mannleg samskipti - helst við ókunnuga Dani sem eiga leið framhjá. Í þriðja lagi má ekki vera álag á vinnustaðnum. Allt verður að mega taka sinn tíma. Í fjórða lagi skemmir ekki ef einhver einkennisbúningur eða vinnuföt tilheyri starfinu. Í fimmta lagi verða löng og mörg frí að verða möguleg án þess að vinnunni sé ögrað á nokkurn hátt (t.d. með því að það þurfi að vinna örlítið af sér fyrir fríið).

Hvaða störf passa svo við þetta? Tvö dæmi: Strætóbílstjóri (þótt sú starfsgrein sé nú komin í hendur innflytjenda og kvenna), og bæjarstarfsmaður í þrifum.

En að öðru:

Nú þarf ég fljótlega að ákveða hvort ég vilji skreppa upp í verksmiðju atvinnuveitanda míns í fyrramálið og fylgjast með röri springa undan þrýstingi. Ég þarf þess ekki en það væri tvímælalaust spennandi að sjá hvað verkfræðin og raunveruleikinn ná vel saman eftir margra mánaða vinnu.

Hvað er heitasta umræðuefnið í dag í íslensku dægurmálaþrasi?

2 comments:

Burkni said...

Stebbi Hjaltested.

-Hawk- said...

Ha ha... hljómaði vel þangað til þú sagðir hvaða tvö störf væru í boði :)