Tuesday, October 24, 2006

Langblogg (bara fyrir þolinmóða og/eða geðtruflaða)

Það er eins og alltaf: Ef mikið gengur á og vel gengur þá eykst orkan til fleiri hluta og enn meira gerist og gerist vel. Húrra fyrir því þótt þreytan í skrokknum sé mikil.

Svo virðist sem litla heimasíðan mín sé orðin að viskubrunni googlaranna þegar kemur að ýmsum háværum deiluefnum í samfélaginu. Ljómandi.

Þeir sem sækja kvikmyndir, tónlist og sjónvarpsþætti á netinu án þess að hika við það, en hafa samt slæmt samviskubit yfir því, ættu að smella sér á þetta lesefni. Svolítill doðrantur að lesa en a.m.k. áhugaverður doðrantur (segi ég).

Á fimmtudagskvöldið ætla nokkrir vinnufélagar að hittast á netkaffihúsi og spila Battlefield. Að spila með eða ekki, það er spurningin.

Skondið: "Það er látið eins og það breyti einhverju hverjir kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Og í því felst sennilega að einhverju skipti hvað flokksmenn kjósi í prófkjörinu. Það er sem sagt látið eins og niðurstaða prófkjörsins breyti einhverju um röðun á listann." (#)

Tengill dagsins: Heimasíða danska kommúnistaflokksins.

Núna er atvinnuveitandi minn líklega að fá verkefni í Norðursjó sem heitir "Skarv" og hvorki ég né Færeyingurinn í deildinni minni eigum að vinna í því. Skandall!

Hvurslags að vera boða mann í bridge núna þegar maður er kominn á brækurnar einar fata, byrjaður að geispa og úti rignir eins og hellt sé úr fötu. Skamm!

Myndir af frambjóðendum eru alltaf annaðhvort kjánalega eða skondnar, þó yfirleitt hvoru tveggja.

Undur og stórmerki! Ögmundur Jónasson og pólitískt verkfæri hans, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, lýsir yfir stuðningi við skattalækkanir! Þetta eru undur og stórmerki og nú er lag að lækka og jafnvel fella niður alla aðra skatta og vörugjöld á þjónustu og allan annan varning sem fæst í íslenskum verslunum. Svo virðist sem lausnarorðið sé ekki "frelsi" heldur "lækkun á útgjöldum íslenskra heimila". Hið sama á væntanlega líka við um skatta á tekjur af hverju tagi, og sparnað, og flugferðir, og áfengi og tóbak. Frasinn sem virkar er fundinn og því lag að ganga á sem flesta skatta og hægt er á meðan tíðarandinn leyfir.

Alltaf gaman að sjá Ísland nefnt í dönskum fjölmiðlum. Ég get sagt ykkur (þér?) það að ímynd Danans af Íslandi er vægast sagt... sérstök, m.a. vegna frétta eins og þessarar og auðvitað stanslausra uppkaupa Íslendinga í Danmörku auk hinna vel þekktu sagna af náttúrunni, kvenfólkinu og djamminu.

Eitthvað fyrir dömurnar að kíkja á/lesa daglega.

Eitthvað fyrir Daða.

Hressandi: "We do, however, get the added bonus that pregnancy gives to most women. And no, I'm not talking about the glow..." (#)

Svona til að vera í takt við tíðarandann þegar kemur að umræðuefni: "Students of government can hardly be surprised that a government program ends up creating the very opposite of what it purported to accomplish. Welfare increases poverty, the minimum wage boosts unemployment, prohibition promotes the banned behavior, and, just as we would expect once we understand the logic, the war on terror has created and encouraged the rise of more terrorism and the ideology that backs it." (#)

Hvalveiðar eða ekki eru ekki pólitískt deilumál, heldur eitthvað allt annað, segi ég. Mér finnst a.m.k. ekki að hvalveiðar ættu að vera bannaðar.

Ég sé fyrir mér ónefnda vinnustofu sem vettvang koddaslags og blautbolskeppni. Ég held ég hafi rétt fyrir mér

14 ára frænka mín notar orðatiltækið "ekkert mál fyrir jón pál" sem mér finnst svolítið magnað því stúlkan var örugglega ekki fædd þegar Jón Páll var meðal lifandi manna (a.m.k. ekki með meðvitund um umhverfi sitt sem telur). Íslenska er svo ágætt tungumál.

Lexía dagsins: Ekki fara í doktorsnám í Bandaríkjunum. Maður gæti byrjað að stunda Járnmanns-keppnir og klifra fjöll. Reyndar er hvort tveggja (doktorsnám og Járnmanns-keppni) jafnólíklegt hjá mér en allur er varinn góður. Flöskugangur er meira við mitt hæfi (eða var það áður en ég hætti að vinna hann).

Endir.

11 comments:

Anonymous said...

Já Geir það gera konur þegar þær hittast á vinnustofum............hehe!!!

Anonymous said...

Ég las greinina þína. Segjum svo að hæstbjóðandi í hvalastofn við Ísland hafi í hyggju að veiða allan hvalinn, hvern og einasta. Þætti þér það í lagi, þó hann hefði eignaréttinn að afloknum kaupum?

Segjum svo að kaupandi hefði í hyggju að friða hvalinn um aldur og ævi. Þætti þér það í lagi?

Geir said...

Já, rétt eins og sá sem nær 100% hlutafjár í fyrirtæki og ákveður svo að sólunda öllum tekjustofnum þess frá sér er algjörlega í rétti ef hann eignaðist á löglegan hátt. "Mér" þætti það kannski ekki "í lagi", hefði e.t.v. tilfinningar til Keikó eða Willy, en tvímælalaust ekki á neinn hátt aðgerð sem á að gera að ástæðu fangelsunar, hvað svo sem mér finnst.

Ákaflega ólíklegt að þetta komi upp á hinum frjálsa markaði (þeim mun líklegra í tilviki stjórnmálamanna að ráðstafa almannaeignum) en fræðilega hugsanlegt auðvitað og skemmtileg vangavelta.

Geir said...

Líka þetta með friðunina - engin ástæða fangelsunar þótt svo ég væri sólginn í hvalkjöt en ætti engan eignahlut til að veiða út á.

Anonymous said...

Segjum svo að ef sá sem á eignarréttinn ákveður að friða hvalinn, sem fjölgar sér og fjölgar og borðar æti sem fiskistofnar nærast einnig á, og þannig horast fiskurinn og stofnsstærð hans deyr. Hver er þá réttarstaða þeirra sem eiga fiskkvóta? Þeir geta ekkert gert því að þeir eiga ekki hval, og fara bara á hausinn. Hvað gerir hinn frjálsi markaður sem leiðir alltaf af sér farsælar lausnir þá?

Geir said...

Það hef ég ekki hugmynd um, hvort sem um er að ræða át hvala á fiskum eða át refa á rjúpum eða át sauðfjár á krækiberjalyngi. Sennilega er "léttast" að róa hug sinn með því að segja að ríkið mæti á staðinn og skikki hvalaeigandann til að fækka hvölum í sjónum (refum í rjóðrinu/sauðfé á fjallinu). Fiskkvótaeigendur geta samt bent á að ef fiskurinn klárast þá horast og deyja hvalir (á endanum út). Þeir geta líka bent á að eigandi hvalanna eignaðist þá í ca svo og svo miklum fjölda og að ef þeim fjölgar mikið sé hvalaeigandinn kominn í þá stöðu að þurfa greiða fyrir það sem þeir taka aukalega til sín. Gæti samt verið erfitt að skjalfesta.

En þetta með að einn miðlægur aðili með allsherjarvald (ríkið almennt eða ég einn þegar kemur að spurningu sem er beint til mín), sé betri en þúsundir einstaklinga í þúsundum fyrirtækja til að leysa svona hugsanleg ágreiningsefni, það efast ég um.

Anonymous said...

jamm, svo virðist sem eina úrræðið sé að miðlæg stjórn sjái um að setja skorður þegar tvær eða fleiri ólíkar atvinnugreinar hafa óbein og óviðráðanleg áhrif á hvor aðra. Ef einn ætti allt þá væri það ekki vandamál. Kannski er fínt að hafa einn Jón Ásgeir sem á allt og stjórnar öllu?

Geir said...

Hann er að reyna en gengur hægt þökk sé þessum ósvífnu föntum sem neita að selja eða lána honum til að geta keypt allt. Meira að segja Bill Gates mætir sömu mótstöðu.

Annars hefur hver ein og einasta atvinnugrein áhrif á allar aðrar, og öll fyrirtæki á öll önnur, með því að ná til sín kúnnum, fjármagni og starfsfólki og neyða alla aðra í samkeppni um kúnna, fjármagn og starfsmenn. Það að hvalur borði fisk er bara eitt dæmi um slíkan "árekstur".

-Hawk- said...

"Ekkert mál fyrir Jón Pál"...

Ég man eftir þessu þegar ég var mjög ungur, og það var áður en Jón Páll fór að nota það. Spurning hvaðan þetta kemur upprunalega.

Anonymous said...

Að líkja hval að borða sama æti og fiskur sýnir fram að mínu mati vankanta frjálshyggjunnar, þar sem hún snýst að svo miklu mæti um réttinn, rétt einstaklinga en takur aldrei langverandi áhrif inn í reikninginn eða umhverfið.

Það hafa ekki komið ein rök hér fram sem sýnir fram á annað en að kerfið gangi ekki upp. Það þarf stjórnun. Að setja fram að fyrirtækið muni ekki vilja hagnast á skömmu tíma er ráðleysi og hugsunarvilla því fjöldi slíkra fyrirtækja hefur vissulega skotið upp á sjónsviðið í gegnum árin. Sum með skelfilegum afleiðingum. Sama er með hvalinn, ef einn einstaklingur myndi kaupa allan kvótann á hval sem síðan myndi gera út af við þá sem ættu annað kvót, sem síðan myndi drepa atvinnugrein, sem land er byggt á.

Það getur varla verið markmið frjálshyggjunnar. Og núna býst ég við að sjá einhverja klásúluna um að ekki skerða hlut annara eða slíkt. En þarf þá ekki að dæma hvað fyrirtækið ætlar sér með kvótann? Hver gerir það? Frjálshyggjufélagið með miðvikudags umræðum og kleinum?

Plató einhver?

Það er ekki hægt að tengja saman atvinnugrein sem byggist á fólki og þekkingu, hæfileikum og útfærslum saman við takmörkuðum auðlindum eða auðlindum sem búa ekki yfir þeim merkilega hæfileika að vakna frá dauðum. Ef eigandi hvalsins vildi ekki drepa þá, bíður þar til allur fiskurinn deyr, þá vissulega er enn ætið eftir í sjónum?

Væntanlega mun frjálshyggjan búa til ný störf og fjármagn á Íslandi? Hið besta mál sýnist mér, lögleiðum kvóta og gefum hann algerlega frjálsan og að algerum eignarrétti.

Geir said...

Sum húsfélög fjölbýlishúsa (utan félagslega kerfisins) láta allt grotna niður og ganga á eigur sínar með vanrækslu og illri meðferð, flest gera það ekki. Á ríkisvaldið að taka yfir stjórnun allra húsfélaga af því sum húsfélög hafa sýnt vanrækslu?

Ég vona að slíkt verði aldrei í lög leitt.