Monday, October 02, 2006

Talað með rassgatinu

Þá er að tala örlítið með rassgatinu (snakke med røven), því það er góð útrás.

Í fyrsta lagi: Minn næsti yfirmaður er að missa stig hjá mér þessar vikurnar. Honum til framdráttar þá er hann alveg rosalega hress náungi og mjög þægilegur í öllum samskiptum. Hins vegar er hann duglegri en flestir við að reka hnífinn í bakið á þeim sem eru ekki viðstaddir. Ákveðinn starfsmaður er mjög góður, "en" hann er ekki nógu mikið svona eða hinseginn. Ég veit ekki hvað hann segir um mig þegar ég er ekki nærri en ég veit (eða grunar sterklega) að það er eitthvað og ekki endilega jákvætt og sú tilhugsun er pínulítið óþægileg því hann talar við alla og hans álit því oft það eina sem heyrist (því fáir eru jafnduglegir að dreifa áliti sínu á hinum og þessum til allra opinna eyrna). Svei.

Í öðru lagi: Parísarferðin á miðvikudaginn nálgast óðfluga og það er hressandi tilhugsun því hópurinn sem ég fer með er með eindæmum skemmtilegur.

Í þriðja lagi: Ég hef ekki náð að horfa á einn Seinfeld-þátt í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess. Hasarinn er of mikill til þess. Gott mál.

Í fjórða lagi: Til hamingju Sverrir!

Í fimmta lagi: Haustmisserið er of stutt til að gera einhverjar áætlanir. Sumarið er bara nýbúið og jólin eru strax handan við hornið. Ég lofa mér öllu fögru fyrir vormisserið í staðinn.

Í sjötta lagi: Ég þarf að tvímenna í eina nótt. Hvernig ætli það muni ganga?

Í sjöunda lagi: Nóg af hjali, meira sofa!

2 comments:

Anonymous said...

Þessi grunur með "en" og yfirmann hefur gert vart við sig hjá fleirum, á öðrum vígstöðvum, en að vísu með örlítið breyttri útfærslu.

Ansi dapurlegt verður að segjast. Kennir manni bara að varast það að tala með neikvæðum tón um aðra - slíkt kemur etv. í bakið á manni sjálfum og maður þarf ekki að tala niðrandi um aðra til að upphefja sjálfan sig.

Thrandur

Geir said...

Rétt. Erfitt að forðast að gefa álit á hinu og þessu en öllu má nú stilla í hóf, sérstakega í boss-employee relationship.