Tuesday, October 17, 2006

Sól og blíða í Baunalandi

Óneitanlega hressandi dagur í dag. Margir af "hausunum" í haustfríi og mikill hasar og margar spurningar og eilífar truflanir. Fyrir vikið er einbeiting á bak og brott og eirðarleysi fylgir í kjölfarið.

2 GB í innra minni eru óneitanlega betri en 0,5 GB.

Umhverfisstefna Vinstri-grænna er einföld: Mannaverk eru alltaf verri en ekki-mannaverk. Alltaf. Næstum. Oftast. Ekki þegar á að byggja tónlistarhús fyrir 10+ milljarða. Bara þegar á að reisa virkjunina sem skaffar því rafmagn.

Ég er ekki frá því að af því ég var svona allt að því edrú eiginlega mest alla helgina þá hafi ég minnkað svefnþörf mína á virkum dögum, jafnvel umtalsvert. Það væri athyglisverð uppgötvun.

Ég nenni ekki í IKEA en neyðist eiginlega til þess. Djöfull.

No comments: