Tuesday, October 31, 2006

Það reddaðist

Það fyrsta sem ég sá í metró-stöðinni í morgun var tilkynning til farþega (á rúllandi skilti): "Strætóar, lestir og metro keyra samkvæmt tímaáætlun í dag." Já vissara að setja þetta á tilkynningatöfluna því annars mundi fólk halda að það væri eitthvað að!

Sæta spænska stelpan í "system design" er svo ágæt og svo virðist sem hún komist til og frá vinnu með sama hætti og ég. Ágææææætt.

Utanáliggjandi harður diskur kostaði mig næstum því geðheilsuna í morgun. Sem betur fer fann ég kæruleysisgírinn og síðan hefur allt verið í himnalagi.

Borat í gærkvöldi var góð skemmtun og félagsskapurinn líka svona ágætur.

Fleira er ekki í fréttum í bili.

2 comments:

Geir said...

Sú spænska er nú í sambandi og ekkert út úr því að hafa. Bara ágætt að hafa lestar-buddy!

Lestarkerfið hérna er í algjöru kaos og það er lokasvar!

Anonymous said...

Ég verð komin til þín um 7-8 annað kvöld.....19 klukkutíma.