Wednesday, April 06, 2005

Bimmbarabúmm

Venju samkvæmt kem ég úr út atvinnuviðtali þess fullviss um að atvinnutilboðið sé handan við hornið. Hingað til hefur mér skjátlast. Tilfinningin er ekki sú að eitthvað sé að fara breytast. Jákvæður en samt neikvæður.

Hressandi umræður hjá Gauta hér. Spurning dagsins: Með því að leyfa almenningi að koma inn á eign mína hef ég þá fyrirgert stjórnarskrárbundnum eignarrétti mínum? Er stjórnarskrárbundinn eignarréttur kannski bara auðhunsanlegt formsatriði eins og málfrelsið, trúfrelsið og ýmislegt annað góðgæti?

Maður hefði haldið að 75% Íslendinga hefðu fjármagn, vilja og þor til að safna sér saman á svæðum þar sem 25% Íslendinga þurfa að aðlagast, í stað þess að það sé öfugt.

Frjálshyggja.is hefur fætt af sér spjall og blogg og maður veit ekki hvar þetta endar.

No comments: