Saturday, April 16, 2005

Stikna

Örfrétt fyrir evru-glaða Íslendinga:
"The euro at risk" was the headline of a Deutsche Bank report to its clients on Monday. "Its life expectancy may soon be regarded as finite," Financial Times columnist Wolfgang Munchau wrote the same day. (#)

Gríðarhressandi atvinnuviðtal á mánudaginn. Niðurstöður þess munu líklega valda einhverjum breytingum á högum mínum, hvort sem þær verða jákvæðar eða neikvæðar. Einmitt.

Keyptu ekki allir Moggann í gær annars? Flott er.

Hérna gleymist svo snyrtilega að nefna útrýmingu kommúnista á óþægum þegnum sínum í öllum þeim löndum sem kommúnistar hafa komist nálægt því að stjórna.

Gaman að sjá að Vefþjóðviljinn er í síauknum mæli byrjaður að beina spjótum sínum að svonefndum "umhverfisverndarsinnum" í hópi vinstrimanna.
Já mörgum þykir gott að vita til þess að ríkið er með eftirlitsstofnanir til að vernda náttúruna, umhverfismat, friðlýsingar, verndanir og lög og reglur um umhverfisvernd. En það bara dugar ekki þegar framkvæmdir á vegum ríkisins eru annars vegar. Frekustu hagsmunahóparnir hafa venjulega sitt fram. Héðinsfjarðargöngin eru skólabókardæmi um framkvæmd sem aldrei væri farið í án stuðnings ríkisins. Þau eru líka dæmi um það hvernig hagsmunir vel skipulagðra hagsmunahópa og stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum fara saman. En síðast en ekki síst eru þau dæmi um að ekki er hægt að treysta hinu opinbera fyrir umhverfisvernd.
Einföld réttlætisrök ættu að geta sagt öllum sem þau heyra að umhverfisvernd er ekki verkefni sameignarsinna og ríkisafskiptasinna. Þegar þau rök fá ekki að heyrast þarf að grípa til reynsluraka. Þá ættu allir að skilja.

2 comments:

Burkni said...

Hvernig væri nú að setja þetta pólitiska sorp á þann utnára.blogspot þar sem það á heima?

Geir said...

Ég er bara að reyna haga mér eins og fréttamaður sem segir frá staðreyndum (þ.e. segir fréttir) en laumar svo skoðunum sínum inn á milli. Það er svo ágætt.