Saturday, April 09, 2005

Áfengi í glasið mitt

Kannski eitthvað verði bráðum að frétta af mér fljótlega. Nú er ég samt líklega búinn að koma í veg fyrir það með því að gefa það í skyn.

Afmælisteiti í kvöld og ég stefni á mikla ölvun. Þriðja Jóa Ben-helgin í röð. Jahérna segi ég nú bara.

Ég fór á hressandi málfund sósíalista á fimmtudagskvöldið. Gamall kommi, Preben Wilhjelm, sagði frá því hvernig Bandaríkin skópu í raun Kalda stríðið, þvert á vilja friðelskandi Sovétmanna, og að það eina sem Sovétríkin gerðu sem var honum ekki að skapi var að ráðast inn í Afganistan. Fullur salur af kommum og sossum tók undir allt sem hann sagði. Ég spurði hann spurningar sem hann afvísaði mjög snyrtilega með því að byrja tala um eitthvað allt annað en efni spurningarinnar enda væri engin leið fyrir hann að svara spurningunni svo vel færi án þess að hella sér út í langlokur. Sjálfsupphafning mín á sér engin takmörk.

No comments: