Vinstri vindhögg - hægri beint í mark, eða ég sé ekki betur þótt auðvitað sé ég ekki hlutlaus frekar en nokkur manneskja með nokkra skoðun á nokkrum hlut. Skemmtileg athugasemd: "Ekki finnst vinstrimönnum að það eigi að auka tekjumismuninn enn frekar, með því að láta hina fátæku styrkja hina ríkari?" Dapurlegt svarið er einmitt játandi.
Annars er alltaf gaman að rifja upp gamla tíma í netheimum og sjá hreinlega svart á hvítu hvað er að ganga vel og hvað er að fara til fjandans í frelsisbaráttunni.
Gullmoli sem ég endurtek án tilvísana og leyfis höfundar:
Það er heimskulegt að eiga að þakka ríkinu fyrir eitt eða neitt. Ekkert frekar en plantekruþrælar eða fangar í útrýmingarbúðum hefðu átt að þakka fyrir húsaskjól, örugga vinnu og mat.
..og hananú.
No comments:
Post a Comment