Wednesday, April 20, 2005

Svefn er góður

Á tveimur frídögum hefur mér tekist að snúa sólarhringum 100% við. Nú þarf ég að snúa honum aftur við því ég þarf að vakna kl. 05:00 í fyrramálið fyrir vinnu. Vinna, vinna, vinna - af hverju gat kommúnisminn ekki sigrað kapítalismann svo ég gæti unnið "eftir getu" en uppskorið "eftir þörfum"? Í augnablikinu myndi það nefninlega þýða að ég gæti setið heima og glápt á vídjó og drukkið bjór í u.þ.b. viku og sent nágrannanum reikningana mína.

Talandi um það. Af hverju er frjálshyggja "trúarbragð" umfram t.d. jafnaðarstefnu (lesist: hentistefnu), sósíalisma eða eitthvað annað? Er munur á þeim sem segir "ég trúi á frjálst framtak og óþvingað samstarf í frjálsu markaðssamfélagi" og þeim sem segir "mér finnst að markaðurinn eigi að vera frjáls nema þar sem ríkið á að skipta sér af"? Er það að vilja einkavæða (af-þjóðnýta) eitthvað trúarbragðslegra en það að vilja ekki einkavæða, eða jafnvel þjóðnýta? Burkni - þú sem þekkir til margra andfrjálshyggjusinnaðra sjónarmiða - hvað segir þú um það?

Ég er að pissa á mig úr spenningi yfir svari frá NKT Flexibles. Ég neita því ekki. Ef svarið er nei ætla ég að verða reiður og helst ölvaður. Ef svarið er já þá ætla ég að verða glaður og ölvaður. Ég er strax orðinn reiður af tilhugsuninni. Lesendur þessara orða eru að verða vitni að miklum tilfinningaumbrotum hjá mér.

6 comments:

Burkni said...

Það er ekki alveg rétt að ég þekki til margra andfrjálshyggjusjónarmiða, enda ekki sérlega pólitiskt versaður. (hef skoðanir á hinu og þessu, og hinum og þessum, en tel mig ekki falla í neinn sérstakan mála- eða stjórnmálaflokk)

Hitt er annað mál að ég heimsæki gjarna heimasíður vina og kunningja, sérstaklega þeirra sem eru staddir erlendis, til að vita hvað þeir eru að gera, ekki hvað pólitiskir meðbræður þeirra eða andstæðingar eru að gera. Þess vegna þarf töluvert meiri síun á suði en ég kæri mig um þegar annars ágætt blogg er mengað af e-u pólitisku sorpi.

Þetta myndi ég segja hvort sem þú værir frjálshyggjumaður, öskrandi kommi eða rauður Khmer, ef einstrengið væri eins mikið og það er. Þess vegna styð ég heilshugar að skipta blogghugleiðingum sínum eins og þú gerir (að nafninu til) til að menn geti valið hvort þeir lesa efni eftir manninn Geir eða pólitisku biluðu plötuna Geir.

Takk fyrir mig og góðar stundir!

Baldur said...

Það að vilja einkavæða allt alls staðar er jafnmikið trúarbragð og að vilja þjóðnýta allt alls staðar. En þá er maður einmitt orðinn argasti kommúnisti. Þið eigið ekki margt sameiginlegt með hinum hálfútdauðu marx-lenínistum en einstrengingurinn er sláandi líkur.

Svo skil ég ekki alveg hvað er að hentistefnu, ef hentistefna snýst um það að skipta um skoðun þegar maður heyrir nýjar hliðar á málunum, nýjar staðreyndir eða nýjar hugmyndir. Það er ekkert að því að skipta um skoðun ef nýja skoðunin er betri en sú gamla. Ef markmiðið er að sem flestir hafi það sem best þá hlýtur maður að velta fyrir sér hófsamari (lesist: miðjusæknari) stjórnmálastefnum.

Vona annars að þú hafir það gott í skattaáþjáninni í DK (og að þú sért þar af fúsum og frjálsum vilja).

kv, Baldur

Geir said...

Tvennt:
Það er ekkert að því að skipta um skoðun ef nýja skoðunin er betri en sú gamla.
Thannig er thad thví midur sjaldnast. Oftast thýdir "ný skodun" ad allt sem heitir ad færa i frjálsar hendur er sett á bidlista eda gert vafasamt. Ég hef thví midur fáar útskýringar á thví nema undirliggjandi efasemdir um ágæti annarra en stjórnmálamanna.

Ef markmiðið er að sem flestir hafi það sem best þá hlýtur maður að velta fyrir sér hófsamari (lesist: miðjusæknari) stjórnmálastefnum.
Ég segi thá einfaldlega á móti: Ef markmiðið er að sem flestir hafi það sem best þá hlýtur maður að velta fyrir sér hvort enn meira einkaframtak muni ekki duga vel og einkaframtakid sem nú thegar er til stadar. ^

Annars er skatturinn í DK yfirthyrmandi og umrædan i Danmørku snýst ekki um ad lækka skatta til ad fólk hafi meira úr ad spila millilidalaust heldur lækka skatta thannig ad thad borgi sig yfirleitt ad vinna! Thá er nú ýmislegt sagt. En hér er ég óthvingadur, rétt.

Baldur said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Baldur said...

Haha.. góður.

Þegar maður er víðsýnn og miðjusækinn þá veltir maður einmitt því fyrir sér hvort meiri einkarekstur kann að leiða betra af sér fyrir þjóðfélagið.

Dæmi: Einkavæðing ríkisbankanna á Íslandi hafði mjög margt gott í för með sér.

Annað dæmi: Einkavæðing vatns í Perú leiddi til þess að það er ólöglegt að safna rigningarvatni. Vatnið er í einkaeign. Í "frjálsum höndum".

Go figure.

Þú veltir þessu hins vegar ekkert fyrir þér, þú ert búinn að gefa þér niðurstöðuna fyrirfram í ÖLLUM tilfellum :)

b.

Geir said...

Jahérna, höfundarréttur á óskrifaðri bók? Þetta er nýtt fyrir mér en athugunar vert verð ég að segja.