Saturday, April 02, 2005

Sól

Sólin hitnar hratt í Kaupmannahöfn þessa dagana. Útiverandi öldrykkjuveður er löngu komið.

Fyrsta atvinnuviðtalið síðan í byrjun desember er komið á blað. Miðvikudagur næstu viku. Hvað ætli þeir séu að leita að?

Nú skulda ég peninga á Íslandi. Hins vegar þéna ég í Danmörku. Flutningskostnaður vegna peningafærslna milli Íslands og Danmerkur er hærri en ég kæri mig um að greiða. Er ekki einhver, sem er búsettur á Íslandi, sem skuldar eitthvað í Danmörku eða hefur hug á miðakaupum á Hróaskeldu? Mér datt í hug að ég gæti tekið að mér ýmis dönsk útgjöld og fengið peninga millifærða á íslenskan reikning minn í staðinn? Hljómar það ekki eins og góð hugmynd til að sleppa við allt sem heitir bankakostnaður og þess háttar?

2 comments:

Anonymous said...

Þetta kompaní lítur vel út. Án þess að ég hafi nokkra hugmynd um starfið getur þú sagt þeim frá því að vandamál hafa verið með vatnsleiðslu yfir í Vestmannaeyjar a.m.k. einu sinni, vorið 2002, ef ég man rétt. Þá varð að spara vatn, en mig minnir að ekki hafi orðið alveg vatnslaust...

(sjá project á heimasíðunni þeirra)

Gangiðérvel, Besser

-Hawk- said...

Ég er alveg til í að ræða þessi peningamál við þig :)