Monday, April 18, 2005

Blankó

Eitthvað hefur mér orðið lítið úr verki eftir atvinnuviðtal morgunsins. Tilfinningin segir að atvinnutilboðið sé ekki á leiðinni en spenntir lesendur verða vitaskuld látnir vita hvernig fer (líklega í lok vikunnar, kannski byrjun næstu). Nú er ég hins vegar í fríi, og sömuleiðis á morgun og hinn og á föstudaginn er einhver helgidagur og loks vinna á laugardaginn. Spennandi upplýsingar?

Höfundur þessarar greinar heldur því fram að ölmusi og gjafir muni leysa vanda þriðja heimsins. Með því að reisa raforkuverk, sjúkrahús og skóla sé fátæktin úr sögunni. 50 ár af árangurslausri reynslu með slíkt segja honum ekkert. Húrra.

Sanne fór í morgun til Berlínar og verður þar til fimmtudags. Íbúðin hefur verið skilgreind sem fatalaust svæði á meðan, og eldamennska, þrif og samtöl um eitthvað sérstakt verið bönnuð.

No comments: