Tuesday, April 05, 2005

Stuttur

Megi allar hvítar tískuklippi- og hárgreiðslustofur Danmerkur fara til fjandans. Besti staðurinn til að láta klippa sig í Kaupmannahöfn er í Blågårdsgade. Ég efast um að það að borga 350-450 DKK fyrir klippingu hefði skilað betri niðurstöðum en þær 100 DKK sem ég lét af hendi. Að vísu er alltaf tekinn ákveðinn séns en hvað annað þegar lífið er stutt?

Haukur er að gera góða hluti í títtnefndum peningaflutningavandræðum mínum. Bankar hafa hér með verið settir út í horn.

Danskir sósíalistar eru alveg æðislega fjarstæðukenndir í sjálfsupphafningu sinni:
Kvindekampen er en selvfølgelig del af marxisters kamp for socialisme, og vi holder fast i at vi ikke kan gøre os fri af kvindeundertrykkelsen så længe vi lever i et kapitalistisk samfund. Det er sandt at kvinder i Danmark har det lettere end kvinder i den tredje verden, men det skyldes arbejderbevægelsens kamp for kvindens vilkår. (#)
Jú, jú, að vísu hafa konur í frjálsum, kapítalískum samfélögum það betra en konur í löndum sameignarsinna og fasista, en það er vegna baráttu stéttahreyfingarinnar - og þannig var það nú. Einhvern veginn finnst mér skrýtið að sjá sósíalista eigna sér ævibaráttu frjálslyndra hægrimanna eins og Johns Stuarts Mills, sem skrifaði hið hressandi og brautryðjandi verk Kúgun kvenna á síðari hluta 17. aldar. Á sama tíma voru menn eins og Karl Marxboða kynjayfirburði hvítra, mismunun á grundvelli uppruna, blóðsúthellingar og fleira skemmtilegt.

Morgunblaðið gerði góðan hlut í dag og birti grein eftir mig. Mikið var segi ég nú bara.

1 comment:

Anonymous said...

Góður.