Tuesday, April 12, 2005

Eitt

Ég sumsé komst í aðra umferð í ráðningarferlinu hjá fyrirtækinu NKT Flexibles. Viðtal #2 (af vonandi ekki fleirum) mun eiga sér stað í næstu viku. Ekki orð um það meir.

Að fá að þjösnast á vinnubíl í þjappaðri morgunumferð í miðri stórborg er gríðarhressandi og þetta endurtek ég eins oft og mér þurfa þykir.

Kvenfólk er byrjað að fækka fötum í borg kaupmanna og það er vel. Ég er sjálfur byrjaður að fækka fötum og kannski það sé ekki eins vel.

Eins og enginn hefur vafalaust tekið eftir þá hef ég verið símasambandslaus í bráðum viku núna. Sanne tókst á einhvern undraverðan hátt að skemma sinn síma, koma sér í stöðu þar sem hún þurfti á síma að halda, og þannig kom til símaleysi mitt. Í kvöld mun ég samt endurheimta símasamband mitt. Húrra. Skemmtileg frétt þetta.

Eftirfarandi orð eru sögð með fyrirvara um að ef einhver vísar á einhvern hátt til þeirra á einhverjum vettvangi þá ber ég við sólsting og eyði þeim út:
Aðdáendum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, a.k.a. ISG (=innihaldslausi spangólandi galgopinn), er bent á málfund á vegum Frjálshyggjufélagsins á fimmtudaginn kl. 12 í Iðnó. Konan verður étin lifandi.

No comments: