Spurning dagsins: Á ég að halda áfram sem laugardagsstarfsmaður á póstinum í sumar samhliða því sem ég vinn skrifstofuvinnu á virkum dögum? Þessu ætla ég að reyna svara fljótlega. Hreyfingin er hressandi og vasapeningurinn staðreynd og hálfgerð synd að skola 5 mánaða reynslu í póstburði niður í vaskinn á einu bretti eins og það vantar mikið fólk.
MR-ingar eru hress flokkur: Hægri - vinstri. Til gamans má geta þess að stofnandi vinstrimannafélagsins er eigandi síðunnar farandriddari.blogspot.com þar sem merkjum ýmissa sameignarstefna er flaggað um leið og á síðunni segir að efnið sér "verndað af ákvæðum höfundalaga", lesist: er einkaeign hans. Léttur sjálfshúmor hjá pilti eða hvað?
Nú er kominn miðvikudagur og því ekki úr vegi að huga að helginni. Whatsup?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Var að skoða myndir hjá þér. Þú ert bara orðinn að engu frændi! Farðu nú að borða strákur! (nú hljóma ég eins og amma) :-)
Til hamingju annars aftur með vinnuna. Prófaðu bara að bera út með vinnunni og ef það er of mikið þá geturu alltaf hætt.
Komnar inn nokkrar myndir hjá mér frá Egyptalandi. Reyni að setja inn rest í kvöld. Kíkja og kommenta!
Ég byrjaði sem laugardagsafleysingarmaður eftir að ég hætti sem fastur starfsmaður hjá póstinum og fór í skóla. Það byrjaði ágætlega en eftri þsí sem djammið varð meira missti ég meira og meira af þessum laugardagsvöktum og varð til þess að ég varð að hætta.
Spurningin er bara hvort er meira virði. Föstudagsdjömm eða laugardagsvinna. Ég mundi nú alveg prufa að vinna með, allavegna kannski annan hvorn laugardag.
Mæli ekki með neinni "samúðarstefnu" gagnvart póstinum, ekki nema það veiti þér lífsánægju að tölta með póst...
Kannski alltí læ svona í smá tíma svosem...
En einnig má benda á að NKT býður ef til vill upp á laugardagsvinnu endrum og eins (æ meir eftir því sem mikilvægi&verðmæti framlag starfsmanns eykst) & bjórinn gerir einnig tilkalls til laugardagsmorgna (sjá hawk).
Besser.
Ljómandi hressandi athugasemdir þetta fyrir utan forræðishyggjufrænku mína auðvitað en ég fyrirgef henni það eins og allt.
Föstudagsdjömm eru gott rokk en kannski laugardagsvinna endrum og eins sé það líka. Ég sé til og prófa a.m.k. að heyra hvað verðandi atvinnurekanda finnst um málið. Kannski ákvörðunin sé ekki mín og allir vita að það er auðveldast að vera til þegar ákvarðanir eru teknar fyrir mann.
Post a Comment