Wednesday, April 11, 2007

Langur dagur

Dagurinn er búinn að vera hinn ágætasti og fjölbreyttasti. Íslendingar sýndu og sönnuðu að þeir sjá ekki vandamál heldur lausnir (hressandi tilbreyting frá hinu franska hugarfari sem er þveröfugt). Maginn reyndar búinn að stríða mér svolítið í dag og senda mig oft á klósettið, og það hefur líklega haft mjög neikvæð áhrif á geðheilsu mína í dag, en vonandi tekur þessi slæmska fljótt enda.

Út að borða í kvöld á kostnað vinnunnar, íklæddur skyrtu og barinn verður sennilega ekki alveg lokaður. Ef það er ekki til að lækna öll mein þá veit ég ekki hvað!

Ég vil benda fjárfestum á þá skemmtilegu staðreynd að hlutabréfamarkaðurinn í Zimbabwe er sá sem sýnir mestan vöxt í heiminum um þessar mundir, eða sem nemur vexti upp á tólf þúsund prósent á seinustu 12 mánuðum. Ekki slæm ávöxtun það!

Svenni verður hér með þekktur sem Véfréttin frá Vanløse eftir spádómsframmistöðu seinustu viku.

Helgin verður víst upp á 20 stiga hita og logn í Danmörku. Ekki svo galin tilhugsun á miðvikudegi.

No comments: