Saturday, April 28, 2007

Straumlínulögum sokkaástandsins

Í þeirri von um að ég veiti einhverjum innblástur til að gera hið sama og ég gerði í dag, þá segi ég lesendum eftirfarandi sögu:

Ég kom heim úr verslunarferð með 50 pör af ódýrum svörtum sokkum, og 18 pör af aðeins betri svörtum sokkum (tegundirnar nógu ólíkar hvor annarri til að ég geti auðveldlega greint á milli eftir þvott) og núna rjúka allir aðrir sokkar í ruslið (eða poka sem lendir í einhverri fatasöfnuninni, enda allir sokkar heilir og bráðum þvegnir). Lífið einfaldast til muna. Miðað við sokka þá voru þetta svolítil útgjöld, en á móti kemur væntanlega seinustu sokkaútgjöld mín í langan tíma, og tvímælalaust eyðsla sem er fljót að spara tíma, sem aftur er peningur á morgni virkra daga.

1 comment:

katrín.is said...

ég geri þetta á haustin með yonex sokka:)