Thursday, April 12, 2007

Of heitt til að vera úti!

Fyrirsögn þessarar færslu er enginn misskilningur. Núna er einfaldlega ekki verandi úti. Í dag kann ég betur við mig á kaldri skrifstofu í skugga en úti í glampandi kvöldsól.

7 klukkutíma fundurinn í dag var ekki eins slæmur og ég óttaðist. Sumir Frakkar eru gott fólk, stundum.

"Det er med stor fornøjelse jeg kan meddele dig, at du er blevet udpeget af HR afd./din leder, til at deltage på et intensivt 1 dags kursus i Projektstyring for projektdeltagere."
Bölvun eða blessun? Erfitt að segja. Sennilega eitthvað mitt á milli.

Ojbara hvað er leiðinlegt að lesa yfir illa unnið skjal, troðfullt af villum af öllu tagi (klaufavillum, gleymskuvillum, aðferðafræðilegum villum, hugsunarleysisvillum og kæruleysisvillum). Ég ætla að kvarta á morgun. Hugsanlega i stjóra.

Tæpir fjórar tímar af lífi mínu hurfu í svarta holu vangetu annars. Ég held að slíkt kalli á heimför!

2 comments:

Gauti said...

Heimför = Ísland eða heimför = Marengovej?

Geir said...

Marengovej :)