Monday, April 02, 2007

Mánudagsmolar

Enn einn sólríkur dagur og það bætir óneitanlega eitthvað upp fyrir þreyttan kropp. Lasagne í hádegismatinn gerði góða hluti, og góð skita eftir mat var toppurinn á tilverunni.

Ég þarf að finna upp á einhverri sniðugri húsreglu heima hjá mér ti að innleiða þegar ríkisvaldið afnemur einkaeignarrétt veitingahús- og skemmtistaðaeigenda í Danmörku (eða Íslandi þess vegna). Hvað með að banna bindindi eftir kl 18 á kvöldin, óháð vikudegi? Bannað að koma með undir tveimur bjórum inn fyrir mínar dyr, þar af annar ætlaður gesti og hinn gestgjafa? E.t.v. innleiða skyldutóbaksneyslu, þá annaðhvort í formi reyktóbaks eða reyklauss tóbaks (snus, snuff). Allar hugmyndir vel þegnar. Eitthvað verð ég nú samt að gera!

Vefþjóðviljinn hittir naglann á höfuðið eins og svo oft áður: "Það er svo langt síðan að Íslendingar hafa setið uppi með vinstristjórn, að nú telja margir sig hafa vel efni á munaði eins og þeim að banna hreinlega [fyrirtæki sem skapar hundruðum manna eftirsótt og vel launuð hátæknistörf] að stækka!"

Ég er sífellt að komast meira og meira á þá skoðun að ef hlutir eiga að vera réttir þá sé líklega best að ég taki þá að mér sjálfur og útnefni sérlega samstarfsmenn sem ég treysti fyrir hlutunum. Þetta með að hleypa hverjum sem er að sumu er bara ekki að gera góða hluti fyrir sálarró mína í vinnunni.

Út að borða þann 11. apríl með herramönnum í jakkafötum. Ekki svo galið.

Greyið vinnutölvan mín er alveg hætt að ráða við einföldustu 200 blaðsíðna skýrslur. Sem betur fer getur hún farið að hlakka til að leggjast í helgast stein.

Mikið finnst mér skrýtið það hugarfar að halda því fram að náttúran eigi að "ganga fyrir" velferð mannsins. Sú hugsun, tekin til sinnar rökréttu endastöðvar, er sú sem margir halda beinlínis fram - að maðurinn sé meindýr á plánetunni. Þeir sem taka þennan hugsunarhátt hálfa leið eru ekki alveg jafnróttækir, en vildu samt gjarnan vera það.

Af hverju hætti Slipknot að spila? Nú fyrst er ég orðinn almennilega heilaþveginn af þeim og væri svo pungsveitt til í að komast á tónleika með þeim!

Hvað með að fá smá sólskin á sig í stað þess að fjasa á bloggsíðu? Já ég held það bara.

No comments: