Wednesday, April 04, 2007

Til hvers?

Getur einhver útskýrt fyrir mér þá áráttu skóla (bæði mennta- og háskóla) núorðið að neyða nemendur til að kaupa þessa forljótu og ofvöxnu grafísku reiknivélar sem geta reiknað runur og raðir, tegrað og ég veit ekki hvað? Ekki bara það, heldur er beinlínis sagt hvaða ákveðnu týpur af þessum reiknivélum eru "leyfðar"!

Hvað er verið að kenna fólki? Er verið að kenna því á reiknivél, eða að reikna? Annað námið tekur tíma af hinu. Annað skilar sér í starfi, hitt ekki.

Ég get a.m.k. sagt ykkur að sem starfandi verkfræðingur (í sæmilega nörduðu starfi) þá dytti mér aldrei í hug að eyða miklum tíma að hamra inn löng dæmi í grafíska reiknivél, og hvað þá að framkalla grafík í slíku kvikindi! Um leið og ég (og samstarfsfélagar mínir, margir með sínar grafísku reiknivélar) er kominn út fyrir einföldustu dæmi þá taka Excel og önnur tölvuforrit við. Ástæðan er ekki bara sú að það er einfaldara að vinna á lyklaborði en takkaborði, heldur einnig að ef einhver ætlar að fara yfir reikningana mína þá er frekar dapurt að hafa ekki betra svar en "ég eyddi korteri í vasareikninum mínum til að fá þetta svar, og get ekki sýnt þér eitt né neitt af því í dag"!

Ef menntakerfið er byrjað að kenna fólki á reiknivélar í stað þess að kenna því að reikna þá er ég gvuðsfeginn því að hafa fetað "gamaldags" menntaveg MR og HÍ þar sem vasareiknar eru aðstoðartæki, tölvur eru vinnutæki og sjálfur reikningurinn aðalatriði.

6 comments:

Anonymous said...

Já, ég er einmitt búin að tuða ósköpin öll yfir þessu sjálf. Þegar ég var í menntó, þá voru svona græjur bannaðar & maður átti bara að reikna & ekkert bull!

Sjitt, þegar sögur sem byrja á "þegar ég var í menntó.." eru hættar að ganga útá hvað maður drakk mikið & hvern maður fór í sleik við, þá held ég að maður þurfi að fara að líta aðeins innávið...

Anonymous said...

Djöfull er ég sammála, þoli ekki þetta vasareiknivélaskítadrasl. Hvenær kemurðu heim í sumar og hversu lengi ljúfurinn?? Örvar

Geir said...

Ég var að gæla við Íslandsferð í lok ágúst. Er það ekki bara allt í sóma? Menningarnótt og Ölympics og allir komnir heim úr sínum fríum og sona.

Anonymous said...

Wúhú, ég bíð spennt eftir að sjá þig.

Anonymous said...

& pant vera með þér í liði á Ölympics.

Geir said...

Skjalfest!