Tuesday, April 24, 2007

Mandags- og tirsdagsbrok

Mandag:
Heilsan hafði það af að fá bara 4ra tíma svefn (sofa út á sunnudegi = sofna seint um kvöldið). Ég virðist hafa sloppið ágætlega frá vinnudjamminu á föstudaginn ef marka má söguleysið í Dönunum. Það var nú ágæt tilbreyting.

Hvernig hljómar eftirfarandi texti í blaðagrein? "Ólafur Ragnar Grímsson er e.t.v. fluttur á Bessastaði en skoðanasystkyni hans leynast enn á Alþingi Íslendinga og á framboðslistum vinstrimanna, og margir þeirra eru efnilegir kandídatar í næsta Skattmann. Er það vilji íslenskra kjósenda?" Þarf e.t.v. að fínpússa.

Danmörk aftur orðin hlý og fer batnandi. Gott.

Nú velta tilboð um ýmis hópefli inn í pósthólfið. Í seinustu viku var golfhópur myndaður, og núna er búið að plana einhverja leirdúfuskotfimi. Einhvers staðar keyrir einnig vikulegur fótbolti, bjórsmökkun, regluleg vínsmökkun, veiðitúrar, listaverkafélag og ég veit ekki hvað og hvað. Gamaldags bjórþamb og barfílingur með vinnufélögum er mér mest að skapi þegar öllu er á botninn hvolft.

MSN er hið prýðilegasta vinnutæki, ef rétt er farið með. Tvíeggja sverð ef rangt er með farið.

Á föstudaginn í næstu viku er "stóri bænardagurinn" í Danmörku og almennur frídagur þar með. Fimmtudagsdjamm eða nota rólegheitin á föstudeginum í vinnu?

Núna er andúð mín á ríkisvaldinu orðin slík að í hvert sinn sem ég sé mynd af eða les skrif eftir (harðan) vinstrimann þá hugsa ég: "Hvað vill nú þessi einstaklingur skipa mér með ofbeldi og valdboði lögreglu að gera eða ekki gera við sjálfan mig eða mínar eigur?", og kreppi stundum hnefana fast á meðan hugsunin líður hjá. Er sturlun að læðast upp að mér?

Svo virðist sem það sé ekki á allra vitorði að 1. maí er ekki það sem kallast "almennur frídagur" í Danmörku (lesist: dagdrykkja). Í Danmörku er 1. maí frídagur verkamanna sem verkamenn (og gjarnan námsmenn) taka. Verkfræðideildin á mínum vinnustað verður fullmönnuð eins og aðra virka daga og ég gef mér að hið sama eigi við víða annars staðar í Danmörku. Þegar kemur að 1. maí er því ljóst að Íslendingar eru kaþólskari en páfinn.

Tirsdag:
Trúföstum lesendum er bjargað frá miklum skrifum í dag sökum hárrar fundatíðni og mikils hasars á vinnustaðnum.

2 comments:

-Hawk- said...

Spurning af hverju það er betra að búa í Danmörku en á Íslandi þrátt fyrir hægristjórn og uppgang í mörg ár hér heima.

Svaraðu því Geir... og bannað að segja að það sé betra á Íslandi því ef svo væri værir þú hér :)

Geir said...

Danmörk er fjölmennara (sem eykur starfaúrvalið, offshore!), áfengi og tóbak er ódýrara, veðrið er betra og alltaf stutt til Íslands án þess að líða eins og í þorpinu þar sem allir vita allt um alla!

Ísland er samt langtímaplanið, því Ísland er betra til lengri tíma litið! :)

Ég hef persónulega engar áhyggjur af því hvort það er upp- eða niðurgangur á Íslandi. Ég redda mér. Það eru aðrir sem ég vill ekki að lendi í niðursveiflu.