Sunday, April 15, 2007

Nafnið mitt

Eitt af því sem segir mér að ég sé ekki hannaður til að búa í útlöndum er nafnið mitt: Geir. Þetta er nafn sem vefst fyrir öllum nema Íslendingum, Færeyingum og hugsanlega Norðmönnum. Nokkrar útgáfur þess fylgja nú:
"Gæjer" (samsetningin "ei" er af einhverjum ástæðum stundum borin fram sem "æ")
"Gæjeh"
"Gjer"
"Ger"
"Gííjh"
"Gjeh"
Þetta eru bara dæmi um það sem Danir segja. Frakkar, Kanar og fleiri þjóðerni eiga líka sínar útgáfur.

Sumir taka krókaleið og kalla mig "Island" eða koma sér algjörlega hjá því að ávarpa mig með nafni.

Skrýtið hvernig Dönum tókst að klúðra gömlu góðu íslenskunni. Gerir mig þeim mun stoltari af því að bera nafn sem fáir utan Íslands geta borið fram, og sérstaklega stoltur er ég af því að blessaðir Baunanir eiga svona erfitt með það.

7 comments:

Anonymous said...

gei(r) eða bara gay hehe

kv mge

-Hawk- said...

Já maður fékk á sig nokkur nöfn. Is-Perke var eitt af því besta.

Ég kom þó með þá snilldarhugmynd að kalla mig Hawk því Danir geta ekki sagt Haukur með nokkrum hætti. En ég hélt að Hawk mundi nú vera auðvelt en alltaf þegar ég kynnti mig sem Hawk þá fék ég ALLTAF "hvad",,, "hvad siger du"... Svo það var kannski ekkert betra.

Anonymous said...

Það er svo krúttlegt Geir minn hve mikið þú elskar að búa í DK en ert þó alltaf að tala niður til íbúa landsins.....hahahahaha!

King Geir!

Það er iðulega sagt Fiona við í útlandinu...pifff!

Anonymous said...

Vantaði mig þarna.....á undan við!

katrín.is said...

í einu badmintonliðinu var ég aðallega kölluð islænding!

Geir said...

Gæjer rímar við bajer. Ég held ég haldi mig bara við það. Á líka svo vel við.

Anonymous said...

Við eigum við sama vandamál að etja, því get ég lofað þér.

Þætti annars fínt ef þú fjarlægðir linkinn, en það er annað mál.

Hilsen,
Thunder (Þrándur)