Á síðustu dögum hafa ýmsar skemmtilegar pælingar heyrst og hugsanir komið upp sem gætu haft þónokkur áhrif á þróun næstu ára hjá mér.
Í fyrsta lagi hef ég ákveðið að gerast einstæður faðir. Þetta kemur til af því að ég fæ klígju ofan í maga við tilhugsunina að búa aftur saman með konu/kærustu, en hef engu að síður ákaflega góða tilfinningu fyrir föðurhlutverkinu. Nú er bara að finna eitthvert leigulegið til að kýla á þetta.
Í öðru lagi er vel hugsanlegt að ég taki einhverja lengri skorpu á Íslandi í náinni framtíð. Nei ég er ekki að tala um að flytja "heim", heldur að taka kannski hálfs árs leyfi frá vinnunni úti og vinna á Íslandi á meðan. Kannski næstu Alþingiskosningar verði hafðar í huga þar ef eitthvað hressandi kemur fram á sjónarsviðið þar.
Í þriðja lagi er Ísland alveg eins og ég mundi eftir því, en aðeins betra ef eitthvað er. Fólkið er ennþá fallegt (fallegra er eitthvað er), veðrið er skítur eins og það á að vera og verðlag er himinhátt og yrði við lengri dvöl á skerinu líklegt til þess að gera mig bæði óháðan nikótíni og áfengi. Note to self: Græja smyglara við lengri dvöl á Íslandi. Tek við leynilegum ábendingum á hvaða formi sem er.
Í fjórða lagi hefur DV á morgun verið fyllt með nokkrum orðum um skattsvik, og Fréttablaðspistill verður vonandi skrifaður og prentaður fyrir brottför til DK 3. janúar.
Fleira var það ekki í bili.
Wednesday, December 28, 2005
Friday, December 23, 2005
Þriðji í Íslandi
Uppskeran í "tax free" var ágæt að þessu sinni. 1750 cl af vodka, 26 pakkar af sígarettum, 2 kippur af öli og eins og einn hlutur sem kostar yfir þeirri upphæð sem hlutur má kosta áður en skatturinn krefst sitt af andvirði hans.
Fallega fólkið (og Daða) hefur verið gaman að hitta og vonandi heldur það áfram. Ísland er svo ágætt.
Fallega fólkið (og Daða) hefur verið gaman að hitta og vonandi heldur það áfram. Ísland er svo ágætt.
Wednesday, December 21, 2005
Ísland nálgast
Ég fann SIM-kortið mitt fyrir númerið 694 8954, svo það verður númerið mitt á Íslandi næstu tvær vikur. Ekki reikna með að ég sé búinn að skrifa númerið þitt inn (er með mörg SIM-kort og marga lista yfir símanúmer og hef enga stjórn á þessu, en þú ert að sjálfsögðu sú manneskja sem ég vildi helst hafa á skrá hjá mér svo ekki taka það neitt nærri þér). Skrifaðu undir ef þú sendir SMS, og kynntu þig ef þú hringir. Þá ert falleg manneskja.
Monday, December 19, 2005
Jólagjöfin í ár...
..er kapítalismi.
Að hugsa sér að vinstrimenn séu nú að mótmæla misbeitingu pólitísks valds (sem er eitthvað sem fylgir pólitísku valdi) og hvetja einkaframtakið í góðgerðarstarfsemi áfram (án þess að heimta ríkisafskipti í leiðinni). Er hægrisveifla í gangi?
Að hugsa sér að vinstrimenn séu nú að mótmæla misbeitingu pólitísks valds (sem er eitthvað sem fylgir pólitísku valdi) og hvetja einkaframtakið í góðgerðarstarfsemi áfram (án þess að heimta ríkisafskipti í leiðinni). Er hægrisveifla í gangi?
Hjálp!
Nú hef ég lagt mikið upp úr því að reyna lesa allan fjárann um meinta hitnun jarðar og áhrif mannsins á hana, en samt tekst dönskum dagblöðum í sífellu að slá mig utan undir með einhverju sem "allir" vita en ég hef aldrei heyrt um. Dæmi:
Hjálp óskast til að skýra þessi töfrabrögð út.
Der er bred enighed blandt forskerne om, at 2/3 dele af den globale opvarmning er menneskeskabt, mens den sidste tredjedel er skabt af naturen selv. (#)Sumsé, "almennt samkomulag" um að maðurinn er valdur af 2/3 af hitnun jarðar, en afgangurinn er náttúran sjálf að verki. Nú tekst varla að mæla þessa hitnun og hvað þá greina hitasveiflur í andrúmsloftinu á síðustu 30 árum frá þeim sem hafa átt sér stað á síðustu 100, 500 og 1000 árum. Hvernig fara menn þá að því að skipta meintri varla mælanlegri hitnun síðustu 30 ára upp í þrjá hluta og úthluta náttúrunni einum en manninum tveimur?
Hjálp óskast til að skýra þessi töfrabrögð út.
Svo nálægt, en einnig svo fjarlægt
Ísland á miðvikudaginn. Ótrúlega stuttur tími á dagatalinu. Ótrúlega langur tími miðað við það sem þarf að klárast áður en ég sit í flugvél á leið á Klakann.
Julefrokost með vinnunni á föstudaginn var ánægjulegur viðburður og ölvaður svo ekki sé meira sagt. Þökk sé kerfinu sem var notað til að blanda fólki saman á borðin (svo klíkumyndun sé í lágmarki) þá lenti ég við hliðina á stjórnarformanni fyrirtækjasamsteypunnar sem á helminginn í fyrirtækinu sem ég vinn hjá. Ég held ég hafi sloppið nokkuð skrámulaus frá þeim samskiptum.
Er ekki ljóst að allir sem partýi geta valdið munu halda partý á tímabilinu 22.des-2.jan.?
Julefrokost með vinnunni á föstudaginn var ánægjulegur viðburður og ölvaður svo ekki sé meira sagt. Þökk sé kerfinu sem var notað til að blanda fólki saman á borðin (svo klíkumyndun sé í lágmarki) þá lenti ég við hliðina á stjórnarformanni fyrirtækjasamsteypunnar sem á helminginn í fyrirtækinu sem ég vinn hjá. Ég held ég hafi sloppið nokkuð skrámulaus frá þeim samskiptum.
Er ekki ljóst að allir sem partýi geta valdið munu halda partý á tímabilinu 22.des-2.jan.?
Spurning?
Halda þessar ágætu konur, sem skrifuðu þetta litla bréf í Fréttablað dagsins..
..að Unnur Birna hefði orðið Ungfrú Heimur ef hún væri ljót? Jú hæfileikarík og menntuð og það allt er hún eða er það vafalaust, en hún er fyrst og fremst að sigra á útlitinu og þannig er það, og mikið rosalega fer það í taugarnar á femínasistum Íslands.
..að Unnur Birna hefði orðið Ungfrú Heimur ef hún væri ljót? Jú hæfileikarík og menntuð og það allt er hún eða er það vafalaust, en hún er fyrst og fremst að sigra á útlitinu og þannig er það, og mikið rosalega fer það í taugarnar á femínasistum Íslands.
Friday, December 16, 2005
Kókaín
Voðalega eru rokklög sem heita "Kókaín" (á máli flytjenda) góð.
Nú eru allir á vinnustaðnum í frekar háum gír. Fyrir utan föstudagsfiðringinn vikulega er tilhlökkun til julefrokost í kvöld orðin áþreifanleg. Hann mun kosta um milljón danskra króna (heyrði ég útundan mér) og þátttakendur verða tæplega 100 talsins. Ekki slæmt hlutfall ef rétt reynist. Tíu sinnum lægri fjárhæð væri heldur ekki slæm.
Gróft plan næstu daga: Þynnka á morgun, vinna sunnudag, mánudag, þriðjudag, jólagjafakaup á miðvikudag og flug til Íslands um kvöldið. Mjögott.
Nú eru allir á vinnustaðnum í frekar háum gír. Fyrir utan föstudagsfiðringinn vikulega er tilhlökkun til julefrokost í kvöld orðin áþreifanleg. Hann mun kosta um milljón danskra króna (heyrði ég útundan mér) og þátttakendur verða tæplega 100 talsins. Ekki slæmt hlutfall ef rétt reynist. Tíu sinnum lægri fjárhæð væri heldur ekki slæm.
Gróft plan næstu daga: Þynnka á morgun, vinna sunnudag, mánudag, þriðjudag, jólagjafakaup á miðvikudag og flug til Íslands um kvöldið. Mjögott.
Thursday, December 15, 2005
Tilvitnun dagsins
Aldrei þessu vant stóð eitthvað skynsamlegt í dönsku dagblaði:
Frihed er en illusion, som du skal betale 25 procent moms af.
Frihed er en illusion, som du skal betale 25 procent moms af.
Wednesday, December 14, 2005
Kennum okkur um!
TCS Daily: The Trade Traps in Hong Kong: "The sad irony here is that people in developing nations will gain the most if their own countries will simply reduce trade barriers -- on average three times as high as the barriers of developed nations -- no matter what the rich countries do."
Ég verð samt að viðurkenna að það er auðveldara að kenna frönskum bændum um fátækt í þróunarríkjunum frekar en að kenna sósíalískum stjórnendum þróunarríkjanna sjálfra um. Frakkar eða afrískir sósíalistar - eðlismunur eða -stigs?
Ég verð samt að viðurkenna að það er auðveldara að kenna frönskum bændum um fátækt í þróunarríkjunum frekar en að kenna sósíalískum stjórnendum þróunarríkjanna sjálfra um. Frakkar eða afrískir sósíalistar - eðlismunur eða -stigs?
Monday, December 12, 2005
Múrbrot dagsins
Múrinn segir:: Hong Kong var einu sinni hrein.Hong Kong var líka einu sinni fátækt bændasamfélag skammlífra betlara. Fátækir bændur menga minna.
Hvað kemur næst?
Til umhugsunar á meðan hádegismaturinn sest í maganum:
Ef samþykkt verður að ríkið megi banna mönnum að reykja á opinberum stöðum, þá er eðlilegt að spyrja að því hvað kemur næst, því að enginn þarf að efast um að forsjárhyggjufólkið mun alltaf vilja taka eitt skref í viðbót. Það verður aldrei þannig að það segi einfaldlega: „Jæja, nú er búið að banna reykingar á opinberum stöðum, það er best að láta nú af frekari afskiptum ríkisins af reykingamönnum.“ Nei, talsmenn forsjárhyggjunnar og bakdyrasósíalismans munu alltaf vilja fleiri skref. Næsta skref á eftir reykingabanni á opinberum stöðum gæti verið algert reykingabann. Nú eða að minnsta kosti að bannað væri að reykja í íbúðum þar sem börn byggju eða ættu leið um. Það eru áreiðanlega margir reiðubúnir að styðja slíkar reglur. Svo mætti setja á sykurskatt og fituskatt. Ef einhverjum tekst að sýna fram á að tengsl séu á milli ofáts á próteini má í framhaldinu setja á próteinskatt og þannig má áfram telja. Ekkert af þessu er fráleitt miðað við umræðuna eða þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til. (#)Spurningin sem eftir stendur: Á ég að hætta óhollri neyslu og berja af mér fíkn á skaðlegum efnum, eða halda því áfram á meðan ég löglega get og sjá svo til með hversu erfitt verður að svíkja yfirvofandi lagasetningar?
Til hamingju!
Til hamingju Ungfrú heimur! Íslendingar hafa nú loks endurheimt sinn réttmæta titil sem handhafar titilsins Ungfrú heimur. Þessu ber að fagna með viðeigandi tilvitnun:
Annars er það helst í fréttum að ég er þunnur, haltur og slappur en jafnframt ánægður og í góðu skapi eftir helgina.
Fegurðarsamkeppnir hlutgera konur, gera þær að sýningargripum. (#)Heyr heyr!
Annars er það helst í fréttum að ég er þunnur, haltur og slappur en jafnframt ánægður og í góðu skapi eftir helgina.
Friday, December 09, 2005
Gullkorn
Tilvitnun dagsins:
Vinnan býður upp á tímastjórnunarnámskeið en ég er hræddur um að ég komist ekki því ég hef ekki skipulagt tíma minn nægilega vel.Höfundur veit hver hann er og þeir sem vilja vita hver mælti þessa miklu speki og snilld.
Úff
Svei mér. Ef ég hefði viljað vinna við að hlaupa á milli manna og skrifstofa í æðiskasti og stressi þá hefði ég byrjað að æfa hlaup með Burkna og sleppt þessari háskólavitleysu.
Samt stuð.
Samt stuð.
Thursday, December 08, 2005
Ellimerki
Það tók þá tvo til þrjá daga að losna við þynnkuna að þessu sinni. Ellin stimplaði sig því formlega inn á sunnudaginn.
Hvað gefur maður múttu sinni í jóla+afmælisgjöf?
Ég er að hugsa um að hætta lesa dönsk dagblöð. Íhaldssemin og hjarðhyggjan er slík að ég fer í vont skap við að lesa um hana. Á þessum 15 mánuðum sem ég hef verið vinnandi maður í Danmörku kemur mér alltaf svo stórkostlega á óvart að sjá Dani heimta hærri skatta, meiri forsjárhyggju, fleiri ríkisrekin átaksverkefni og feitari félagslegar ávísanir í dagblöðunum, en þegar á vinnustaðinn er komið virðist fólk almennt skilja hvað raunveruleikinn gengur út á (sem ég, að sjálfsögðu, tel mig hafa fullan skilning á). Gildir þá voðalega litlu hvort um hreingerningar-, póstburðar- eða verkfræðifyrirtæki er að ræða. En svo klúðra þeir þessu auðvitað í kosningum og 15% Dana kjósa flokka sem hafa þjóðnýtingu framleiðslutækjanna enn á stefnuskránni.
Julefrokost á laugardaginn verður hressandi flótti frá sósíaldemókratískri hjarðhyggju Danans.
Food!
Hvað gefur maður múttu sinni í jóla+afmælisgjöf?
Ég er að hugsa um að hætta lesa dönsk dagblöð. Íhaldssemin og hjarðhyggjan er slík að ég fer í vont skap við að lesa um hana. Á þessum 15 mánuðum sem ég hef verið vinnandi maður í Danmörku kemur mér alltaf svo stórkostlega á óvart að sjá Dani heimta hærri skatta, meiri forsjárhyggju, fleiri ríkisrekin átaksverkefni og feitari félagslegar ávísanir í dagblöðunum, en þegar á vinnustaðinn er komið virðist fólk almennt skilja hvað raunveruleikinn gengur út á (sem ég, að sjálfsögðu, tel mig hafa fullan skilning á). Gildir þá voðalega litlu hvort um hreingerningar-, póstburðar- eða verkfræðifyrirtæki er að ræða. En svo klúðra þeir þessu auðvitað í kosningum og 15% Dana kjósa flokka sem hafa þjóðnýtingu framleiðslutækjanna enn á stefnuskránni.
Julefrokost á laugardaginn verður hressandi flótti frá sósíaldemókratískri hjarðhyggju Danans.
Food!
Peningar kaupa pólitískar umbætur
Growing Wealth Crowds Out Oppression: "In other words, if countries are rich, ifs difficult for their governments to remain oppressive, and if governments are oppressive, it is difficult for those countries to prosper. At some point the Chinese government will confront the choice of achieving even greater wealth and economic status, or maintaining its oppressive rule. Experience shows that, absent a lot of oil in the ground, it is just about impossible to do both."
Hver segir svo að peningar lækni ekki flest mein?
Hver segir svo að peningar lækni ekki flest mein?
Wednesday, December 07, 2005
Óvanalegur skilningur
Múrinn er bara alveg óvenjulega skilningsríkur á ofurafli ríkisvaldsins í dag:
Hætt er við að venjulegum Íslendingum svelgdist nokkuð á við að sjá olíu til sölu á þessu verði. Meðalverð á lítra af olíu í Bandaríkjunum var í kringum 40 krónur hinn 20. nóvember síðastliðinn þannig að þeir sem fá ódýra kyndingarolíu frá Venezúela greiða væntanlega um 24 krónur fyrir lítrann. Hér á landi er verðið vel yfir 100 krónum á hverri einustu bensínstöð.Þarna er útskýrt hver er munurinn á lítið skattlagðri olíu (í boði manns sem heldur þegnum sínum fast í klóm fátæktar og ömurlegra lífsskilyrða) og olíu sem er okrað á í nafni almenningsvagna, mengunarverndar og andúðar á einkabílnum. En Múrinn dregur ekki mörkin þarna:
En þótt það geti verið gaman að hafa fleiri perur í kringum sig og það í ýmsum litum þá er rétt að hafa eitt hugfast. Þótt það hafi verið ríkisstjórnin sem kveikti á aukaperunum þá borgum við rafmagnið fyrir þær allar.Þarna kemur hinn óvenjulegi skilningur í ljós hjá Múrs-manni að eyðsla ríkisins á skattfé er greidd af - nei, ekki þeim "ríku" eða "efnuðu" - heldur mér og þér. Tónlistarhúsið er í boði þín. Sendiráðið í Japan var greitt af þér. Lambakjötið sem þú borðar og risarækjurnar sem þú borðar ekki eru í boði þín. Að Múrinn sé að fatta svona lagað eru stórtíðindi í íslenskri stjórnmálaumræðu.
Tuesday, December 06, 2005
Takk fyrir mig!
Ég vil þakka mjög svo ágætu fólki fyrir mjög svo ágæta helgi. Ágæti helgarinnar mælast t.d. í því að í dag á þriðjudagssíðdegi er ennþá mjög sterkur vottur af þynnkueinkennum og slappleika eftir í skrokknum og ég er ennþá að brosa upp úr þurru yfir ýmsum atvikum sem áttu sér stað. Leiðinlegt þó með fótmeiðsli verðandi Fjónarfélaga míns.
Stikkorð fyrir eigin minningavarðveislu: Kofafyllerí heima (bannað að reykja í stofunni), Austurgata, Tívolí er snilld og jólaálfar eru perrar, glögg, taka Arnarinn á þetta, leigubílar (margir), Pizza Vesuvio mötuneytið, re-fill á minibarinn, The Ultimate Guide to...,
Í kvöld er svo leitin að hinum fullkomna sambýling og örlítil knattspyrna. Vonandi skolast þynnkan niður.
Stikkorð fyrir eigin minningavarðveislu: Kofafyllerí heima (bannað að reykja í stofunni), Austurgata, Tívolí er snilld og jólaálfar eru perrar, glögg, taka Arnarinn á þetta, leigubílar (margir), Pizza Vesuvio mötuneytið, re-fill á minibarinn, The Ultimate Guide to...,
Í kvöld er svo leitin að hinum fullkomna sambýling og örlítil knattspyrna. Vonandi skolast þynnkan niður.
Monday, December 05, 2005
Sumt er samt við sig
Hvað gerist þegar fjórir sæmilega rökrétt þenkjandi einstaklingar með ábyrgðarstöður í fyrirtækjum og hinar ýmsu gráður úr háskólum eða ígildi þeirra í reynslu sitja saman á bar?
Svar: Þeir tala saman um dónaskap, kynlíf, stjörnur og ýmsan viðbjóð, Íslendingunum á næsta borði til mikillar ánægju.
Hvað gerist þegar teymi verkfræðinga frá ýmsum heimshornum hittist til að ræða um verkefni upp á hundruð milljóna þar sem mikið er í húfi og jafnvel milljarðar og tugir af þeim þegar allt kemur til alls?
Svar: Þeir tala um kynlíf, kvenfólk og ýmislegt því tengt (a.m.k. endrum og sinnum).
Svar: Þeir tala saman um dónaskap, kynlíf, stjörnur og ýmsan viðbjóð, Íslendingunum á næsta borði til mikillar ánægju.
Hvað gerist þegar teymi verkfræðinga frá ýmsum heimshornum hittist til að ræða um verkefni upp á hundruð milljóna þar sem mikið er í húfi og jafnvel milljarðar og tugir af þeim þegar allt kemur til alls?
Svar: Þeir tala um kynlíf, kvenfólk og ýmislegt því tengt (a.m.k. endrum og sinnum).
Friday, December 02, 2005
Thursday, December 01, 2005
Fjórar!
Í dag byrja hvorki fleiri né færri en fjórir kvenmenn á vinnustaðnum, og ein virðist í fljótu bragði ætla komast í stafrófið mitt. Til leiks er kynntur Kvenmaður D, sem í raun ætti samt að fá bókstafinn B ef fyrsta "glimpse" lýgur ekki að mér.
Wednesday, November 30, 2005
Skrýmslin fóðruð
Þá hafa skrýmslin tvö sem nærast að hluta til á mér, Fréttablaðið og DV, bæði verið fóðruð. DV birtir væntanlega á föstudaginn en Fréttablaðið eftir geðþótta.
Í öðrum fréttum er það helst að rör dagsins féll saman við 89 bar sem er töluvert betra en þau 59 bar sem spáð var og stóðst því prófraun sína, British Petroleum til mikillar ánægju og NKTF til ákveðins en viðbúins léttis.
Í öðrum fréttum er það helst að rör dagsins féll saman við 89 bar sem er töluvert betra en þau 59 bar sem spáð var og stóðst því prófraun sína, British Petroleum til mikillar ánægju og NKTF til ákveðins en viðbúins léttis.
Tuesday, November 29, 2005
Teiti
Lítil SMS-lota hefur verið tekin til að boða teiti á föstudaginn. Þeir sem fengu ekki SMS en finnst þeir hefðu átt að fá SMS eru hvort eð er að lesa þessi skrif, og ég sparaði mér því SMS'ið til viðkomandi.
Sveskja
Ég held að mánuður minn sem starfsmaður á hjúkrunarheimili hafi bundið enda á sveskjuborðandi daga mína.
Monday, November 28, 2005
Teiti eða ekki
Stóra spurningin: Á ég að halda einhvers konar teiti á föstudagskvöldið? Tilefnin eru nokkur og misveigamikil. Hið sísta er afmælisdagur minn næsta sunnudag. Hið stærsta er Kaupmannaheimsókn mikilla höfðingja. Ég þarf að fara ákveða mig fljótlega.
Nú veit ég að afmælistal á það til að vekja upp gjafakaupahugsanir hjá hinum og þessum. Allar ódrekkanlegar afmælisgjafir eru fyrirfram afþakkaðar, nema þær séu þeim mun fyndnari og ónothæfari.
Í dag er einn af þessum dögum þar sem ég dreg miskunnarlaust af mér tvo viðverutíma í vinnunni þegar ég skrifa niður tímana mína á eyðublað vinnuveitandans. Slíkur er hægagangurinn á manni núna. Ég og ræstingarfólkið munum bráðum hafa eytt meiri tíma saman á skrifstofunni en ég og margur fastur dagvinnustarfsmaðurinn hérna.
Ekki tókst mér að beita mínum gríðarlegu áhrifum innan hins ágæta félags Frjálshyggjufélagsins til að fá Jólahvaðinu frestað um 1-2 daga. Þetta er náttúrulega bara hneyksli.
Núna er ég með gríðarmikinn lubba á höfðinu sem er haldið í skefjum með harkalegustu aðferðum sterkustu hármótunarefnanna. Niðurstaðan er nokkuð sem má kalla dópistalúkkið (Tommy Lee gefur tóninn). Dópistalúkkið hefur sína kosti, t.d. þann að maður lítur út eins og dópisti, en ókostir eru líka margir. Sturtan tekur lengri tíma, þurrkun eftir sturtu tekur lengri tíma, sekúndur fara í að ýta hárinu niður (eða upp eða aftur á bak eða til hliðar, allt eftir skapi) og þar að auki felst kostnaður í þessu. Sumsé, tímasóun og peningasóun. Á móti kemur að ég lít út eins og dópisti. Erfitt val.
Hvað um það. Hvað þarf maður eins og ég á að halda í ferðatölvu, og kannski það sem mikilvægara er, hverju þarf ég ekki á að halda? Ég spila ekki tölvuleiki, sörfa töluvert, finnst gaman að eiga mikið af tónlist, vil geta brennt á disk, þætti allt í lagi að geta reiknað eitthvað í hófi inn á milli og nenni ekki að fara með tölvu í viðgerð með reglulegu millibili.
Nú veit ég að afmælistal á það til að vekja upp gjafakaupahugsanir hjá hinum og þessum. Allar ódrekkanlegar afmælisgjafir eru fyrirfram afþakkaðar, nema þær séu þeim mun fyndnari og ónothæfari.
Í dag er einn af þessum dögum þar sem ég dreg miskunnarlaust af mér tvo viðverutíma í vinnunni þegar ég skrifa niður tímana mína á eyðublað vinnuveitandans. Slíkur er hægagangurinn á manni núna. Ég og ræstingarfólkið munum bráðum hafa eytt meiri tíma saman á skrifstofunni en ég og margur fastur dagvinnustarfsmaðurinn hérna.
Ekki tókst mér að beita mínum gríðarlegu áhrifum innan hins ágæta félags Frjálshyggjufélagsins til að fá Jólahvaðinu frestað um 1-2 daga. Þetta er náttúrulega bara hneyksli.
Núna er ég með gríðarmikinn lubba á höfðinu sem er haldið í skefjum með harkalegustu aðferðum sterkustu hármótunarefnanna. Niðurstaðan er nokkuð sem má kalla dópistalúkkið (Tommy Lee gefur tóninn). Dópistalúkkið hefur sína kosti, t.d. þann að maður lítur út eins og dópisti, en ókostir eru líka margir. Sturtan tekur lengri tíma, þurrkun eftir sturtu tekur lengri tíma, sekúndur fara í að ýta hárinu niður (eða upp eða aftur á bak eða til hliðar, allt eftir skapi) og þar að auki felst kostnaður í þessu. Sumsé, tímasóun og peningasóun. Á móti kemur að ég lít út eins og dópisti. Erfitt val.
Hvað um það. Hvað þarf maður eins og ég á að halda í ferðatölvu, og kannski það sem mikilvægara er, hverju þarf ég ekki á að halda? Ég spila ekki tölvuleiki, sörfa töluvert, finnst gaman að eiga mikið af tónlist, vil geta brennt á disk, þætti allt í lagi að geta reiknað eitthvað í hófi inn á milli og nenni ekki að fara með tölvu í viðgerð með reglulegu millibili.
Mánudagsmæðan
Þynnkulaus mánudagur eftir ölvunarlausa (þó ekki áfengislausa) helgi. Ágæt tilbreyting sem ég þarf samt að venja mig af enda þétt drykkjuáætlun framundan sem byrjar á föstudaginn og nær líklega hápunkti í "julefrokost" 16. des. með vinnunni ("ókeypis" áfengi í 6 klukkutíma já takk).
Þessi maður fær hér með stórt hrós fyrir að vera alltaf, og ég meina alltaf til í sötur og hressleika.
Í gær tók ég örlítið til í herberginu mínu. Eins og önnur stórtíðindi í lífi mínu hefur það hér með verið skjalfest á þessari síðu.
Fréttablaðið kallar á grein og ég ætla ekki að skrifa um ónefndan mann sem gerði ónefnanlega hluti. Er virkilega ekkert annað sem brennur á mönnum? Ef ég tek upp danska samfélagsumræðu þá fjallar hún um innflytjendur, "social arv", peningaskort í hinum ýmsu geirum ríkisrekstursins og lélegt lestarkerfi, eða í stuttu máli um áhrif sósíalismans á land sem kýs sósíalisma yfir sig aftur og aftur samhliða því að hegða sér eins og kapítalistar í hinu daglega lífi.
Þessi maður fær hér með stórt hrós fyrir að vera alltaf, og ég meina alltaf til í sötur og hressleika.
Í gær tók ég örlítið til í herberginu mínu. Eins og önnur stórtíðindi í lífi mínu hefur það hér með verið skjalfest á þessari síðu.
Fréttablaðið kallar á grein og ég ætla ekki að skrifa um ónefndan mann sem gerði ónefnanlega hluti. Er virkilega ekkert annað sem brennur á mönnum? Ef ég tek upp danska samfélagsumræðu þá fjallar hún um innflytjendur, "social arv", peningaskort í hinum ýmsu geirum ríkisrekstursins og lélegt lestarkerfi, eða í stuttu máli um áhrif sósíalismans á land sem kýs sósíalisma yfir sig aftur og aftur samhliða því að hegða sér eins og kapítalistar í hinu daglega lífi.
Friday, November 25, 2005
Hugsað upphátt
Hvernig stendur á því að Danir, sem segja "þetta er bara vinnan" og "ekkert stress" og eru lengur í allskyns fríum en ég get talið upp, eru að farast úr stressi og brotna niður af vinnuálagi hægri og vinstri, á meðan Íslendingar vinna dag og nótt og fara varla í frí virka miklu sáttari við lífsbaráttuna og veruleikann?
Eftir margra mánaða rannsóknir get ég nú lýst því hvað draumastarf Danans er: Í fyrsta lagi má vinnuvikan ekki vera lengri en 37 tímar og aldrei þannig að yfirvinna eigi á hættu að verða möguleg, borguð eða ekki. Í öðru lagi verða að vera mikil mannleg samskipti - helst við ókunnuga Dani sem eiga leið framhjá. Í þriðja lagi má ekki vera álag á vinnustaðnum. Allt verður að mega taka sinn tíma. Í fjórða lagi skemmir ekki ef einhver einkennisbúningur eða vinnuföt tilheyri starfinu. Í fimmta lagi verða löng og mörg frí að verða möguleg án þess að vinnunni sé ögrað á nokkurn hátt (t.d. með því að það þurfi að vinna örlítið af sér fyrir fríið).
Hvaða störf passa svo við þetta? Tvö dæmi: Strætóbílstjóri (þótt sú starfsgrein sé nú komin í hendur innflytjenda og kvenna), og bæjarstarfsmaður í þrifum.
En að öðru:
Nú þarf ég fljótlega að ákveða hvort ég vilji skreppa upp í verksmiðju atvinnuveitanda míns í fyrramálið og fylgjast með röri springa undan þrýstingi. Ég þarf þess ekki en það væri tvímælalaust spennandi að sjá hvað verkfræðin og raunveruleikinn ná vel saman eftir margra mánaða vinnu.
Hvað er heitasta umræðuefnið í dag í íslensku dægurmálaþrasi?
Eftir margra mánaða rannsóknir get ég nú lýst því hvað draumastarf Danans er: Í fyrsta lagi má vinnuvikan ekki vera lengri en 37 tímar og aldrei þannig að yfirvinna eigi á hættu að verða möguleg, borguð eða ekki. Í öðru lagi verða að vera mikil mannleg samskipti - helst við ókunnuga Dani sem eiga leið framhjá. Í þriðja lagi má ekki vera álag á vinnustaðnum. Allt verður að mega taka sinn tíma. Í fjórða lagi skemmir ekki ef einhver einkennisbúningur eða vinnuföt tilheyri starfinu. Í fimmta lagi verða löng og mörg frí að verða möguleg án þess að vinnunni sé ögrað á nokkurn hátt (t.d. með því að það þurfi að vinna örlítið af sér fyrir fríið).
Hvaða störf passa svo við þetta? Tvö dæmi: Strætóbílstjóri (þótt sú starfsgrein sé nú komin í hendur innflytjenda og kvenna), og bæjarstarfsmaður í þrifum.
En að öðru:
Nú þarf ég fljótlega að ákveða hvort ég vilji skreppa upp í verksmiðju atvinnuveitanda míns í fyrramálið og fylgjast með röri springa undan þrýstingi. Ég þarf þess ekki en það væri tvímælalaust spennandi að sjá hvað verkfræðin og raunveruleikinn ná vel saman eftir margra mánaða vinnu.
Hvað er heitasta umræðuefnið í dag í íslensku dægurmálaþrasi?
Amen to that!
Skynsöm rödd:
Staðreyndin er sú að umræðan litast af vandamálunum, sem eru yfirleitt freistandi fréttamatur. Nóg er af frásögnum af ógæfu þjóðfélagshópa í köldu markaðshagkerfinu og því þegar stjórnmálamenn ylja með skammgóðum skyndilausnum. Minna er sagt frá hversdagslífi þorra venjulegs fólks sem gengur alla jafna vel.Mikið er hressandi að lesa svona skrif annarstaðar en á þeim fáu, frjálslyndu vefritum sem annars birta svona skrif.
Ef til vill skýrir allt þetta hversu furðulega auðvelt hefur reynst að selja þá hugmynd hér á landi að fátækt hafi verið að aukast. Að misskipting og ójöfnuður dafni á Íslandi í krafti hnattvæðingar frjálsra viðskipta. Vandaðar rannsóknir á áhrifum efnahagslegs frelsis á lífskjör ólíkra tekjuhópa meðal þjóða heims benda til annarrar niðurstöðu.
Thursday, November 24, 2005
Tilvitnun dagsins
Yfirmaður minn á tilvitnun dagsins: "Þessi félagi minn er aaalgjörlega ófær um að taka ákvarðanir, en hann vinnur jú líka hjá hinu opinbera."
Ringlaður
Loksins er Daði á leið frá Danmörku aftur. Ég er orðinn drulluþreyttur á allri þessari virkradagadrykkju með vinnu daginn eftir, og ég fékk aldrei helgarþynnkuna almennilega í burtu og finn svolítið fyrir því ennþá.
Fótbolti er ótrúlega skemmtileg afþreying ef maður þekkir a.m.k. tvo leikmenn á vellinum og/eða nafnið á öðru fótboltaliðinu, og er að drekka bjór.
Herbergi losnar í íbúðinni sem ég bý í þann 1. janúar. 2700 d.kr. á mánuði, allt innifalið, depositum 5600 dkk og einhverjir örfáir hundraðkallar í tryggingu sem dugir til 1. apríl og nær yfir alla lausamuni. Sambýlingar eru ég, dönsk stelpa, tvær norskar stelpur og ein sænsk (sem þó gæti verið á útleið líka).
Ef þú ert þrifaleg, fjársterk, myndarleg stúlka á aldrinum 20-30 ára (og helst ekki íslensk) þá skaltu alveg endilega hafa samband.
Fótbolti er ótrúlega skemmtileg afþreying ef maður þekkir a.m.k. tvo leikmenn á vellinum og/eða nafnið á öðru fótboltaliðinu, og er að drekka bjór.
Herbergi losnar í íbúðinni sem ég bý í þann 1. janúar. 2700 d.kr. á mánuði, allt innifalið, depositum 5600 dkk og einhverjir örfáir hundraðkallar í tryggingu sem dugir til 1. apríl og nær yfir alla lausamuni. Sambýlingar eru ég, dönsk stelpa, tvær norskar stelpur og ein sænsk (sem þó gæti verið á útleið líka).
Ef þú ert þrifaleg, fjársterk, myndarleg stúlka á aldrinum 20-30 ára (og helst ekki íslensk) þá skaltu alveg endilega hafa samband.
Kostnaður
Spurning dagsins: Hvaða alþjóðlega stjórnvaldsaðgerð mun kosta svo mikið að:
Loka þarf 3.700 sjúkrahúsum í Evrópu og Bandaríkjunum, eða
20.000 milljónir manna í Evrópu missa sitt félagslega húsnæði, eða
6 milljón tónlistarhús verða seld til auðhringa eða notuð til lágmenningarathafna.
Getiði nú!
Loka þarf 3.700 sjúkrahúsum í Evrópu og Bandaríkjunum, eða
20.000 milljónir manna í Evrópu missa sitt félagslega húsnæði, eða
6 milljón tónlistarhús verða seld til auðhringa eða notuð til lágmenningarathafna.
Getiði nú!
Wednesday, November 23, 2005
Húrra fyrir Chavez!
Einræðisherrann Chavez er með eindæmum gjafmildur á eignir kúgaðra þegna sinna og Vesturlandabúar eru alveg dolfallnir yfir því hvernig hann getur bæði svelt undirsáta sína og notið hylli þeirra. Draumur hvers sósíaldemókrata.
Sem betur fer er hrekkjavaka bönnuð í landi Chavez enda amerískur heilaþvottur það.
Sem betur fer er hrekkjavaka bönnuð í landi Chavez enda amerískur heilaþvottur það.
Innherjinn
Hlutabréf í KB banka munu bráðum verða gríðarlega verðmæt miðað við hlutabréf annarra banka á Íslandi.
Tuesday, November 22, 2005
Vafasamt
Á mínum vinnustað er 37 tíma vinnuvika þar sem hálftímalangur matartími er ekki innifalinn. Þetta þýðir í stuttu máli að á mánudegi til fimmtudags gæti venjuleg viðvera verið frá ca kl 8 til ca kl 16, sem er nákvæmlega viðvera mín í dag í þessum skrifuðu orðum, og viðvera frá kl 8 til kl 15:30 á föstudögum.
Ég get því farið heim núna með góðri samvisku.
Dag eftir dag mæta ónefndir samstarfsmenn um kl 8-8:30 á morgnana og er farnir heim í seinasta lagi kl 16 og oft mjög fljótlega eftir kl 15. Án þess að hafa fylgst mjög nákvæmlega með því þá sé ég ekki betur en að viðvera þeirra sé í kringum 37 tímar á viku að matartímanum inniföldum.
Nú er mér í sjálfu sér alveg drullusama. Hlutverk yfirmanns er að fylgjast með svona löguðu, en ekki mín. Þó get ég illa varist því að líða eins og verið sé að svindla svolítið á mér af því ég veit að launakjör á þessum vinnustað fara afskaplega lítið eftir svita og tárum og meira eftir líkamlegri viðveru. Á móti kemur að ég er ekki að vinna hérna til að safna tímum heldur til að öðlast reynslu og prófa eitthvað nýtt eins oft og ég get. Á hinn bóginn eyði ég töluverðum tíma í vinnunni sem ég gæti verið nota til að hanga heima eða á kaffihúsi eða hvað það nú er sem fólk með líf gerir á virkum dögum.
Niðurstaða: Engin.
Aðgerð tekin í framhaldinu: Engin alveg á núinu.
Ég get því farið heim núna með góðri samvisku.
Dag eftir dag mæta ónefndir samstarfsmenn um kl 8-8:30 á morgnana og er farnir heim í seinasta lagi kl 16 og oft mjög fljótlega eftir kl 15. Án þess að hafa fylgst mjög nákvæmlega með því þá sé ég ekki betur en að viðvera þeirra sé í kringum 37 tímar á viku að matartímanum inniföldum.
Nú er mér í sjálfu sér alveg drullusama. Hlutverk yfirmanns er að fylgjast með svona löguðu, en ekki mín. Þó get ég illa varist því að líða eins og verið sé að svindla svolítið á mér af því ég veit að launakjör á þessum vinnustað fara afskaplega lítið eftir svita og tárum og meira eftir líkamlegri viðveru. Á móti kemur að ég er ekki að vinna hérna til að safna tímum heldur til að öðlast reynslu og prófa eitthvað nýtt eins oft og ég get. Á hinn bóginn eyði ég töluverðum tíma í vinnunni sem ég gæti verið nota til að hanga heima eða á kaffihúsi eða hvað það nú er sem fólk með líf gerir á virkum dögum.
Niðurstaða: Engin.
Aðgerð tekin í framhaldinu: Engin alveg á núinu.
Hækkun á yfirborði sjávar
Mun yfirborð sjávar drekkja borgum ef hitastig Jarðar hækkar? "The only other masses of ice on the planet that can contribute to sea level rise are the non-polar glaciers, but they are very few and far between. The biggest is the Himalayan ice cap, but it's so high that a substantial portion will always remain. Most of the rest are teeny objects tucked away in high elevation nooks and crannies, like our Glacier National Park."
Monday, November 21, 2005
Atvinnuleysi
Atvinnuleysi í Svíþjóð:
Það er okkur er sagt: 5.4%
Í raun: 10.3% (#)
Enn ein lygin slegin utan undir í dag. Ekkert að þakka.
Það er okkur er sagt: 5.4%
Í raun: 10.3% (#)
Enn ein lygin slegin utan undir í dag. Ekkert að þakka.
Meira um Kyoto
"Cost estimates for the first round of Kyoto, from now till 2012, are of the order of €500-billion to €1 trillion. The proponents of Kyoto have calculated (but never published) that this will result in a net cooling of less than 0.02 (two hundredths!) degrees Celsius in 2050. This is undetectable even with the most accurate thermometers of today. Moreover, the yearly fluctuations of temperatures are a multiple of this figure." (#)
Thursday, November 17, 2005
Spádómur
Hér er sagt frá því að CIA telji að fjöldamorðinginn og kúgarinn Castro sé kominn með Parkison-veiki. Þetta sé niðurstaða njósna. Einnig er sagt að veikin sé ekki orðin það skæð að hún sé sjáanleg ennþá.
Núna tekur maður þessu mátulega alvarlega þar til frekari staðfestingar berast. Hins vegar þarf enginn að velkjast í vafa um að á næstu dögum munu vinstrivefritin hrópa og gala yfir þessum tíðindum og telja þau vera samsæriskenningu bandarísku ríkisstjórnarinnar sem miði að því að grafa undan ógnarstjórn Castro á eyjunni fyrrum-paradís. Vinstrimenn munu spurja, með örlítið geðþekkara orðalagi: "Og hvaða máli skiptir það þótt einn mesti ógnvaldur nútímans sé byrjaður að finna fyrir ellimerkjum? Er ekki mikilvægt að halda heilu landi í gíslingu fátæktar og hungurs til að sósíalistar hafi eitthvað land til að fara til í pílagrímsferð?"
En bíðum og sjáum hvað setur...
Núna tekur maður þessu mátulega alvarlega þar til frekari staðfestingar berast. Hins vegar þarf enginn að velkjast í vafa um að á næstu dögum munu vinstrivefritin hrópa og gala yfir þessum tíðindum og telja þau vera samsæriskenningu bandarísku ríkisstjórnarinnar sem miði að því að grafa undan ógnarstjórn Castro á eyjunni fyrrum-paradís. Vinstrimenn munu spurja, með örlítið geðþekkara orðalagi: "Og hvaða máli skiptir það þótt einn mesti ógnvaldur nútímans sé byrjaður að finna fyrir ellimerkjum? Er ekki mikilvægt að halda heilu landi í gíslingu fátæktar og hungurs til að sósíalistar hafi eitthvað land til að fara til í pílagrímsferð?"
En bíðum og sjáum hvað setur...
Wednesday, November 16, 2005
Kyoto 2010
Áætluð áhrif Kyoto-samkomulagsins á orkuverð, þjóðarframleiðslu og fjölda starfa árið 2010 fyrir þrjú hagkerfi í Evrópu (#):
Tuesday, November 15, 2005
Rugldagur
Sumir dagar eru einfaldlega dæmdir til dauða frá fyrstu mínútu. Gott og vel að hafa komist snemma á fætur og fundið morgunhana til að keppa við í að mæta sem fyrst (þó aðallega við sjálfan mig). Allt annað hefur hins vegar verið á frekar þreyttum og pirruðum nótum. En ekkert við því að gera. Núna eru næstum allir farnir heim og loksins kominn vinnufriður á vinnustaðnum.
Daði kemur á fimmtudaginn og lifrin er strax byrjuð að búa til afsakanir vegna fyrirhugsaðs verkfalls síns vegna óhóflegs yfirvinnuálags um næstu helgi.
Er skrýtið að finnast gaman að besserwissa um t.d. menntaskólastærðfræði, Matlab eða ritgerðasmíð?
Daði kemur á fimmtudaginn og lifrin er strax byrjuð að búa til afsakanir vegna fyrirhugsaðs verkfalls síns vegna óhóflegs yfirvinnuálags um næstu helgi.
Er skrýtið að finnast gaman að besserwissa um t.d. menntaskólastærðfræði, Matlab eða ritgerðasmíð?
DJÖFULL
Pirringur er að byggjast upp á gríðarhraða núna, svo miklum að ég er byrjaður að gnísta tönnum og blóta upphátt við hvert áreiti.
Hvað er til ráða?
Hvað er til ráða?
Óvæntur morgunhani
Ég er fordómafull karlremba og viðurkenni að ég á erfitt með að ímynda mér að myndarlegt kvenfólk fari snemma á fætur. Þetta er auðvelt að útskýra: Í verkfræðiheiminum er kvenfólk í minnihluta og því er ég vanur að sjá sauðhærða og ofvirka kaffisjúklinga snemma á morgnana, en ekki kvenfólk, og þá bæði á vinnustað og í skóla.
Nú spratt hins vegar óvæntur morgunhani upp á yfirborðið sem ég get notað til að hvetja mig til að drullast fyrr á fætur og vera sestur fyrr við skrifborðið á morgnana. Húrra fyrir því.
Nú spratt hins vegar óvæntur morgunhani upp á yfirborðið sem ég get notað til að hvetja mig til að drullast fyrr á fætur og vera sestur fyrr við skrifborðið á morgnana. Húrra fyrir því.
Monday, November 14, 2005
Atvinnulaus vélaverkfræðingur í Danmörku?
Design Ingeniør Pipe Design eða, með öðrum orðum: Fá borgað fyrir að vinna í umhverfi sem líkist vinnuumhverfi VR2 á fleiri en einn máta (segi ég).
Smettið í fullri stærð
Að vissu leyti fallega gert hjá ritstjórn visir.is að birta síðustu grein mína á skoðanaskiptasíðunni þeirra, en af hverju er myndin höfð í 260x290 punkta stærð?!
En þarna er djöfullinn nú samt fyrir þá sem misstu af pappírsútgáfu Fréttablaðsins á laugardaginn.
Á morgun er kosið til sveitastjórna (kommune) og landshlutastjórna (region) í Danmörku og ég er með kosningarétt. Heilsíðuauglýsingar frá vinstrisinnuðum stéttafélögum hafa birst í öllum blöðum síðustu vikur, þar sem ánauðugir meðlimir stéttafélaganna greiða fyrir kosningabaráttu í þágu ríkisstyrktra sósíalistanna. Er frelsið ekki yndislegt?
En þarna er djöfullinn nú samt fyrir þá sem misstu af pappírsútgáfu Fréttablaðsins á laugardaginn.
Á morgun er kosið til sveitastjórna (kommune) og landshlutastjórna (region) í Danmörku og ég er með kosningarétt. Heilsíðuauglýsingar frá vinstrisinnuðum stéttafélögum hafa birst í öllum blöðum síðustu vikur, þar sem ánauðugir meðlimir stéttafélaganna greiða fyrir kosningabaráttu í þágu ríkisstyrktra sósíalistanna. Er frelsið ekki yndislegt?
Friday, November 11, 2005
Fréttablaðið og DV
Í dag getur fólk valið á milli þess að lesa DV fyrir 200 orð eða Fréttablaðið fyrir um 629 orð (mínus það seinasta sem klipptist sýnilega í burtu). Eru þá ekki allir hressir?
Thursday, November 10, 2005
Hugsað upphátt
Ætli MSN-tengiliðalistinn sé lýsandi fyrir þann hóp vina og kunningja sem maður á? Ef svo er þá er ég ánægður maður. Auðvitað vantar nokkra stórleikara í lífi manns, og inn á milli eru nöfn sem hringja ósköp fáum bjöllum hjá mér eða villtust inn á listann af einhverri afmarkaðri ástæðu sem fyrir löngu er runnin út í sandinn í dag, en á heildina litið er hópurinn eitthvað sem maður getur kallað vini eða kunningja, með eða án skyldleika, og mér finnst það gríðarlega ánægjulegt.
Hann pabbi minn, sem er ennþá að reyna ala mig upp, sagði mér einhvern tímann á fyrstu mánuðum háskólaferils míns að ég ætti að hafa í huga að það fólk sem ég kem til með að kynnast í háskólanáminu er líklega það fólk sem ég mun, bæði félagslega og faglega, umgangast eða þekkja allt mitt líf. Ætli það skipti máli að hafa slíkt í huga? Hvað væri öðruvísi í dag ef ég hefði á einhvern stórkostlegan hátt tekið tillit til þess að faglegir tengiliðir framtíðarinnar væru allt í kring og tilbúnir að dæma mig vanhæfan eða óhæfan vegna tiltekinnar félagslegrar eða námslegrar hegðunar í skólanum?
Svarið er: Ég ætti leiðinlegri og einsleitari vini og kunningja, og líklega vitlausari og gagnslausari í ofanálagt.
Ég er ánægður með MSN-tengiliðalistann minn og það þversnið sem hann gefur af því fólki sem ég þekki. Húrra fyrir ykkur!
Hann pabbi minn, sem er ennþá að reyna ala mig upp, sagði mér einhvern tímann á fyrstu mánuðum háskólaferils míns að ég ætti að hafa í huga að það fólk sem ég kem til með að kynnast í háskólanáminu er líklega það fólk sem ég mun, bæði félagslega og faglega, umgangast eða þekkja allt mitt líf. Ætli það skipti máli að hafa slíkt í huga? Hvað væri öðruvísi í dag ef ég hefði á einhvern stórkostlegan hátt tekið tillit til þess að faglegir tengiliðir framtíðarinnar væru allt í kring og tilbúnir að dæma mig vanhæfan eða óhæfan vegna tiltekinnar félagslegrar eða námslegrar hegðunar í skólanum?
Svarið er: Ég ætti leiðinlegri og einsleitari vini og kunningja, og líklega vitlausari og gagnslausari í ofanálagt.
Ég er ánægður með MSN-tengiliðalistann minn og það þversnið sem hann gefur af því fólki sem ég þekki. Húrra fyrir ykkur!
Wednesday, November 09, 2005
Bjánar
Tele2 hefur marga bjána í vinnu. Ætlun mín var að skipta frá Tele2 áskriftareitthvað (sem ég batt mig í í 6 mánuði til að fá ódýran síma) og yfir í Tele2 talfrelsieitthvað. Einfalt ekki satt?
Ég fer á heimasíðuna og smelli á Tele2 talfrelsisdótið, vel möguleikann "halda númerinu", pikka inn eitt og annað og fæ nýtt SIM-kort þremur dögum seinna. Einfalt ekki satt?
Í gær hætti gamla SIM-kortið mitt að tengjast símkerfinu svo ég dreg fram hið nýja SIM-kort og set í símann og kveiki á. Hið nýja kort getur heldur engu tengst og ég reiknaði þá með því að vera einhvers staðar á milli steins og sleggju í einhverju tölvukerfi og þyrfti bara að bíða aðeins þar til hið nýja kort næði sambandi.
Eftir sólarhring af þessu sambandsleysis-rugli, með tvö SIM-kort og hvorugt sem virkar, þá hringi ég í alræmda "kundeservice" Tele2 (fræg fyrir mjög marga möguleika til að velja á milli til að loksins komast í rétta símbiðröð, og bíða síðan lengi lengi eftir að einhver svari). Þar er mér sagt að "villa" hafi komið upp þegar ég var að "skipta" um símþjónustu (innan sama fyrirtækis vel á minnst).
Þegar ég logga mig inn á hladdu-taletid-í-símann-þinn síðuna stendur að villa hafi komið upp. Frábær villa meira að segja: "Flytning af nummer afvist af dit gamle selskab. Tele2 undersøger sagen." Já einmitt. "Gamla símfyrirtækið" hafði "hafnað flutning" á númerinu.
Kellingarbeyglan í þjónustudeildinni sagði að hún myndi senda meldingu í kerfið sem gæti tekið allt að fjóra daga að greiða �r. Tele2 hefur marga góða eiginleika og margt hjá þeim er ágætt. En að það taki mig fimm símalausa daga að skipta frá einni þjónustu þeirra yfir í aðra er reiðivaldandi.
Ónefnd stúlka sagði að það væri engin furða að Íslendingar væru að kaupa upp fyrirtæki í Danmörku eins og óðir væru, því einhver þyrfti að kenna þessum Baunum hvernig á að reka fyrirtæki. Ég er hjartanlega sammála.
Ég fer á heimasíðuna og smelli á Tele2 talfrelsisdótið, vel möguleikann "halda númerinu", pikka inn eitt og annað og fæ nýtt SIM-kort þremur dögum seinna. Einfalt ekki satt?
Í gær hætti gamla SIM-kortið mitt að tengjast símkerfinu svo ég dreg fram hið nýja SIM-kort og set í símann og kveiki á. Hið nýja kort getur heldur engu tengst og ég reiknaði þá með því að vera einhvers staðar á milli steins og sleggju í einhverju tölvukerfi og þyrfti bara að bíða aðeins þar til hið nýja kort næði sambandi.
Eftir sólarhring af þessu sambandsleysis-rugli, með tvö SIM-kort og hvorugt sem virkar, þá hringi ég í alræmda "kundeservice" Tele2 (fræg fyrir mjög marga möguleika til að velja á milli til að loksins komast í rétta símbiðröð, og bíða síðan lengi lengi eftir að einhver svari). Þar er mér sagt að "villa" hafi komið upp þegar ég var að "skipta" um símþjónustu (innan sama fyrirtækis vel á minnst).
Þegar ég logga mig inn á hladdu-taletid-í-símann-þinn síðuna stendur að villa hafi komið upp. Frábær villa meira að segja: "Flytning af nummer afvist af dit gamle selskab. Tele2 undersøger sagen." Já einmitt. "Gamla símfyrirtækið" hafði "hafnað flutning" á númerinu.
Kellingarbeyglan í þjónustudeildinni sagði að hún myndi senda meldingu í kerfið sem gæti tekið allt að fjóra daga að greiða �r. Tele2 hefur marga góða eiginleika og margt hjá þeim er ágætt. En að það taki mig fimm símalausa daga að skipta frá einni þjónustu þeirra yfir í aðra er reiðivaldandi.
Ónefnd stúlka sagði að það væri engin furða að Íslendingar væru að kaupa upp fyrirtæki í Danmörku eins og óðir væru, því einhver þyrfti að kenna þessum Baunum hvernig á að reka fyrirtæki. Ég er hjartanlega sammála.
Daninn gómaður!
Örstutt samtal milli mín og Dana:
Daninn: "Hefuru augnablik?"
Ég: "Já, fer eftir því hvað augnablikið er langt samt. Hvað langan tíma?
Daninn: "Sona 2-3 mínútur sirka."
Ég: "Það passar mjög vel. Ég þarf að fara á fund eftir 6 mínútur."
Daninn: "Nú fund? Þá ætla ég ekki að vera trufla þig en láttu vita þegar þú ert búinn á fundinum."
Lexían: Daninn notar alltaf miklu meira en tvöfaldan áætlaðan tíma, og Daninn veit það.
Daninn: "Hefuru augnablik?"
Ég: "Já, fer eftir því hvað augnablikið er langt samt. Hvað langan tíma?
Daninn: "Sona 2-3 mínútur sirka."
Ég: "Það passar mjög vel. Ég þarf að fara á fund eftir 6 mínútur."
Daninn: "Nú fund? Þá ætla ég ekki að vera trufla þig en láttu vita þegar þú ert búinn á fundinum."
Lexían: Daninn notar alltaf miklu meira en tvöfaldan áætlaðan tíma, og Daninn veit það.
Tuesday, November 08, 2005
Monday, November 07, 2005
ipod+pc
Hvaða hugsanlegu ástæður gæti maður haft fyrir því að hika við iPod-kaup því maður er PC-maður en ekki Mac og gerir kröfur um 100% notendavæni og viðmótsþýði? Smámunasemi og neikvæðni velkomin!
Örfærslur
Ég hef séð SBS í framtíðinni. Hann vinnur hjá British Petroleum og fer yfir skýrslur og gerir smámunasamar og fullkomlega ópraktískar athugasemdir við þær.
J-dagur reyndist mörgum á vinnustaðnum erfið raun á laugardaginn og líklega verður raunin sú í dag líka en af öðrum ástæðum en timburmönnum.
Svart er sætt. Gríðarlega.
6 klst fundur bíður handan við hornið. Er nokkur leið að undirbúa sig andlega fyrir slíkar svitabúðir?
J-dagur reyndist mörgum á vinnustaðnum erfið raun á laugardaginn og líklega verður raunin sú í dag líka en af öðrum ástæðum en timburmönnum.
Svart er sætt. Gríðarlega.
6 klst fundur bíður handan við hornið. Er nokkur leið að undirbúa sig andlega fyrir slíkar svitabúðir?
Friday, November 04, 2005
Hvað ef?
Hvað ef viðamikil rannsókn á þúsundum einstaklinga á Vesturlöndum myndi leiða í ljós skýra fylgni milli mikillar kaffidrykkju tiltekinna hópa (2+ bollar á dag) og tíðni hjartaáfalla innan hópanna? Væri það nóg til að stinga upp á og fá samþykkt bann við ákveðið mikilli kaffidrykkju? Væri kannski hægt að banna kaffi á þessum forsendum?
Svo virðist vera miðað við hvað fólk lætur út úr sér varðandi reyktóbak og skyndibita. Svona líta helstu rök fyrir lögbanni á flestum fíkniefnum út.
Áhyggjuefni eða eðlilegur hluti af "samfélagssamningum" sem enginn þurfti að samþykkja?
Svo virðist vera miðað við hvað fólk lætur út úr sér varðandi reyktóbak og skyndibita. Svona líta helstu rök fyrir lögbanni á flestum fíkniefnum út.
Áhyggjuefni eða eðlilegur hluti af "samfélagssamningum" sem enginn þurfti að samþykkja?
Enn um lögmálið góða
Kvenmaður A, B og C sátu nú hlið við hlið við hlið í mötuneytinu eins og viðbúið var að myndi gerast fyrr en síðar. Lögmálið heldur.
Thursday, November 03, 2005
Úff
Einn af fáum ókostum þess að vera háður nikótíni er að fá stundum ekki tækifæri til að svala fíkninni.
Tuesday, November 01, 2005
J-dagur
Greinilegt að J-dagur nálgast óðfluga þegar yfirmaðurinn getur ekki hugsað um annað en hvar deildin hans eigi að hittast kl 20:59 á föstudagskvöldið til að drekka fyrsta jólabjór ársins.
Góð ábending í boði Tony Blair: "Quit blaming Bush. The U.S. Senate voted 95-0 against Kyoto during the Clinton Administration, and the U.S. participation would have had little effect on future emissions anyway." (#)
Annars er heilinn að mestu uppurinn í dag og kominn tími á eitthvað gjörsamlega heilalaust, eins og að skrifa design report.
Góð ábending í boði Tony Blair: "Quit blaming Bush. The U.S. Senate voted 95-0 against Kyoto during the Clinton Administration, and the U.S. participation would have had little effect on future emissions anyway." (#)
Annars er heilinn að mestu uppurinn í dag og kominn tími á eitthvað gjörsamlega heilalaust, eins og að skrifa design report.
Mens jeg husker...
Velferðarkerfið: Kerfi sem reynir að passa að jafnvel fari á með öllum, en ekki kerfi þar sem reynt er að tryggja velferð allra.
Monday, October 31, 2005
Ljómandi helgi
En ágæt helgi. Föstudagskvöldið var notað til hressilegrar ölvunar án þess að einhver hafsjór minninga fylgi þeirri sögu. Laugardagurinn var notaður til að vinna upp svefn heillar vinnuviku, og laugardagskvöldið til að sjá mjög ágætri vinkonu fyrir afþreyingu í formi labbitúrs um Kaupmannahöfn, snæðings á góðum veitingastað og áfengisneyslu á ýmsum misfrægum en góðum ölstofum og kaffihúsum. Útúrsofinn vaknaði ég svo kl 6 í morgun og ekki vottur af þreytu í líkamanum.
Vikuplan: Kíkja daglega í Fréttablaðið eftir grein eftir ónefndan mann. Fara heim úr vinnunni fyrir kl 19 öll kvöld, eftir að hafa mætt fyrir kl 8 alla morgna. Fara rækilega í gegnum ferðatölvumarkað Danmerkur og finna það besta sem 7000< danskar krónur geta keypt.
Mikið er þetta leiðinleg færsla. Hérna eru 200 orð úr DV síðasta fimmtudags:
Vikuplan: Kíkja daglega í Fréttablaðið eftir grein eftir ónefndan mann. Fara heim úr vinnunni fyrir kl 19 öll kvöld, eftir að hafa mætt fyrir kl 8 alla morgna. Fara rækilega í gegnum ferðatölvumarkað Danmerkur og finna það besta sem 7000< danskar krónur geta keypt.
Mikið er þetta leiðinleg færsla. Hérna eru 200 orð úr DV síðasta fimmtudags:
Heimsveldið ÍslandMeira leyfa 200 orð ekki að þessu sinni. Auðvitað sé ég núna óteljandi atriði sem má laga í textanum, en ég laga þau ekki.
Íslenskir kaupsýslumenn hafa, eins og kunnugt er, verið í miklum fyrirtækjakaupum í Evrópu á síðustu misserum. Ekki er nóg með að viðskiptabankar Íslands hafi verið að skjóta niður rótum um alla álfuna, heldur hafa flugfélög, verslanakeðjur og sjávarútvegsfyrirtæki einnig verið ofarlega á kauplistanum.
Danir finna mjög fyrir þessari kaupgleði Íslendinga. Kaup Íslendinga á Magasín, Illum og Sterling-flugfélaginu hafa vakið athygli í landi Bauna, og þeir hlægja góðlátlega að því þegar sagt er að bráðum verði Danmörk að orðin íslenskri nýlendu, og að þannig nái Íslendingar að hefna sín á aldalangri kúgun Dana á Íslendingum. Munurinn er hins vegar sá að hin íslenska nýlendustefna byggist á friðsömum samningum á hinum frjálsa markaði, en ekki á herskipaflota og ofbeldi. Íslensk nýlendustefna hefur líka, ólíkt hinni dönsku frá fyrri tíð, í för með sér aukna velmegun þess hertekna, og bætt lífskjör. Peningar hafa tekið við byssum, og samningar hafa komið í stað ofbeldis. Alþjóðavæðing hefur tekið við heimsstyrjöldum, peningaliturinn er orðinn mikilvægari en húðliturinn, viðskiptavitið er komið í stað herkænskunnar, og heimsvaldsstefnan byggist nú á kapítalisma og friðsömum samningum en ekki morðum og sósíalisma. Þetta gera vonandi sem flestir sér grein fyrir.
Friday, October 28, 2005
Helgar"frí"
Ég held ég verði hreinlega að mæta í vinnuna á morgun, og vona hreinlega að Jói nokkur verði of þreyttur í kvöld til að fagna skilum á lokaverkefni sínu og fresti öllu sukki til morguns. Samt ekki, því ég er sjúklega þreyttur eftir frekar strembna viku og myndi glaður grípa hverja afsökun til að fara í sukkið í kvöld. Jóa er samt bannað að byggja nokkra djammákvörðun á þessum skrifum.
"Man kan godt lave design efter et glas rødvin" eru orð þaulreynds samstarfsmanns sem ég gæti haft í huga og mætt þunnur í vinnuna á morgun með góðri samvisku en slæman hausverk.
Fréttablað dagsins var (blessunarlega?) laust við skriftir mínar en mér skilst að blaðið á morgun sleppi ekki alveg eins vel. Óstaðfest en væntanlegt. Lesendum er bent á að kynna sér þennan texta ef þeir hafa í hyggju að lesa mín skrif. Þess má geta að ég vil hærri laun en ég "þarf" eða "á skilið", ég er sá eini sem veit hvað ég þarf, og enginn getur metið hvað ég á skilið.
"Man kan godt lave design efter et glas rødvin" eru orð þaulreynds samstarfsmanns sem ég gæti haft í huga og mætt þunnur í vinnuna á morgun með góðri samvisku en slæman hausverk.
Fréttablað dagsins var (blessunarlega?) laust við skriftir mínar en mér skilst að blaðið á morgun sleppi ekki alveg eins vel. Óstaðfest en væntanlegt. Lesendum er bent á að kynna sér þennan texta ef þeir hafa í hyggju að lesa mín skrif. Þess má geta að ég vil hærri laun en ég "þarf" eða "á skilið", ég er sá eini sem veit hvað ég þarf, og enginn getur metið hvað ég á skilið.
Thursday, October 27, 2005
Rugl dagsins
Hér er að finna þvælu dagsins, sem er svohljóðandi:
Ríki eiga val um stjórnarstefnu eins og vel sést á þeirri staðreynd að Svíþjóð og Bandaríkin eru með álíka samkeppnishæft atvinnulíf.Þarna eru tveir óskyldir punktar tengdir saman. Atvinnulíf í Svíþjóð er sárþjáð af ríkisafskiptum, og launafólk er hópur í útrýmingarhættu þar í landi. Samkeppnishæfnin er ekki mæld í skattprósentum heldur því hve vel eignarréttur er varinn í viðkomandi landi, og hvort dómskerfi sé virkt og spilling stjórnmálamann sé lítil. Stærð velferðarkerfisins er ekki mæld og venslin milli stærðar þess og samkeppnishæfni er í besta falli tilviljanakennd.
Menn geta því kosið sænska módelið ef þeim sýnist svo án þess að það bitni á atvinnulífinu. ...
Hringurinn fullkomnaður
Úr ályktun ónefnds stjórnmálaflokks: "Styðja þarf drengi sérstaklega til náms."
Breytingatillaga af minni hálfu: "Hætta ber að girða niður um nemendur til að vega og meta þörf þeirra á aðstoð."
Breytingatillaga af minni hálfu: "Hætta ber að girða niður um nemendur til að vega og meta þörf þeirra á aðstoð."
Ekki þróunarHJÁLP
Þetta er athyglisverður félagsskapur. Lífeyrissjóður í Danmörku, PKA, með það takmark að hámarka arðsemi eiginfjár síns og viðskiptavina sinna er byrjaður að fjárfesta í verkefnum þróunaraðstoðarstofnunar Danmerkur, Danida, í þróunarlöndunum, en sú stofnun hefur það markmið að aðstoða og byggja upp. Þetta er nákvæmlega það sem þróunarlöndunum vantar - fjármagn frá fjárþyrstum fjárfestum kapítalísku landanna.
Metnaður til að auka auð sinn (oft kallað græðgi) kominn inn sem nýtt afl til uppbyggingar í þróunarlöndnum. Vonandi rakar lífeyrissjóðurinn inn á þessum fjárfestingum sínum svo milljarðarnir geti byrjað að streyma suður frá fleiri fégráðugum auðpúkum.
Metnaður til að auka auð sinn (oft kallað græðgi) kominn inn sem nýtt afl til uppbyggingar í þróunarlöndnum. Vonandi rakar lífeyrissjóðurinn inn á þessum fjárfestingum sínum svo milljarðarnir geti byrjað að streyma suður frá fleiri fégráðugum auðpúkum.
Wednesday, October 26, 2005
Atvinnulaus?
Ef einhverjum langar að vinna sem vélaverkfræðingur í Danmörku þá vantar eins og heilan helling hjá NKT Flexibles.
Ég
Síðan myndavélinni minni góðu var rænt í byrjun febrúar hefur verið eitthvað lítið af sjálfum mér á þessari síðu. Úr því verður nú bætt með tveimur myndum. Sú fyrri er um mánaðargömul, og sú seinni tæplega vikugömul.
Þess má geta að í hvorugu tilviki hef ég fengið leyfi ljósmyndarans til birtingar, en þakka þeim báðum fyrir.
Þess má geta að í hvorugu tilviki hef ég fengið leyfi ljósmyndarans til birtingar, en þakka þeim báðum fyrir.
Kaffi er gott
Kaffi er gott er það fyrsta sem ég man eftir að hafa hugsað í dag.
Strætó- og lestarkerfið hlýtur að hafa misst maaaarga farþega í gær. Skilti á einni fjölförnustu lestarstöðinni bilaði með tilheyrandi aflýsingum á öllum lestum í vesturátt í gvuð-má-vita-hve langan tíma. Sem betur fer slapp ég í síðustu lestina sem slapp úr ringulreiðinni. Ofan á það var úrhellingsrigning. Ofan á það þurfti að stoppa lestina mína til að löggan gæti komið og handtekið einhvern. Ofan á það voru strætóar seinir þegar lestinni sleppti. "Ég kaupi mér hjól núna, því þótt það þýði að ég verði hundblaut þá veit ég a.m.k. hvað þessar 45 mínútur fóru í." Konan sem sagði þetta endurtók hugsanir mínar.
Hérna er gömul rökræðuvilla dregin upp á yfirborðið. Samkeppnishæfni Norðurlandanna er ekki góð af því að þar eru háir skattar og risavaxið velferðarkerfi, heldur þrátt fyrir það. Samkeppnishæfnin er mæld m.a. út frá því hve vel eignarréttur er skilgreindur og varinn, og hve greiður aðgangur er að dómskerfinu ef og þegar samningssvik eiga sér stað. Einnig: Aðgangur að innlendu og erlendu fjármagni, sveigjanleiki reglugerða í viðskiptaumhverfinu, og fleira af þessu tagi. Velferðarkerfi og skattar á laun eru einfaldlega ekki mælistikur sem eru notaðar til að mæla samkeppnishæfni, þó hugsanlega með þeirri undantekningu að aðgangur að hæfu starfsfólki sé mældur, sem aftur gæti verið kominn til af því að skólakerfið er duglegt að framleiða gott fólk á markaðinn, sem aftur gæti tengst því hve margir skólabekkir og kennarar standa til reiðu í landi, sem aftur gæti tengst ríkisrekstrinum, sem aftur kemur inn á svið velferðarkerfis og skatta. Þéttari eru tengslin samt ekki.
Í fyrradag fékk ég bréf sem sagði að nú væri búið að skilgreina svokallaðan Nemkonto fyrir mig (sem sagt, kerfið fann bankareikning í mínu nafni og spurði í bréfinu hvort hann mætti ekki nota sem minn Nemkonto). Byrjun bréfsins er nokkurn vegin svohljóðandi:"Flestir borgarar fá stundum pening frá hinu opinbera. Þetta gæti t.d. verið ofgreiddur skattur, barnabætur, eftirlaun, SU, reiðuféshjálp, laun, húsaleigubætur eða atvinnuleysisbætur." Punkturinn er svo að ríkið vill að allir hafi bankareikningsnúmer skráð í kerfinu svo auðveldar sé að millifæra opinberu greiðslurnar beint á fólk í stað þess að nota ávísanir.
Þetta er auðvitað stórsniðugt. Næsta skref er auðvitað að breyta lögum örlítið og leyfa ríkinu að rukka mann líka, t.d. fyrir útvarpsleyfisgjöld, ógreidda skatta, sektir, ógreidd meðlög, fjármagnstekjur, sölugróða og þar fram eftir götunum. En áður en það gerist er kerfið sniðugt. Mér fannst byrjun bréfsins hins vegar lýsandi fyrir það að allir eru meira eða minna komnir undir náðarhönd opinberra framfærslna. Nei, ekki bara þeir sem þurfa hjálp, eða hafa engin úrræði, eða lenda í ófyrirsjáanlegum en tímabundnum erfiðleikum, heldur allir. Var það tilgangur velferðarkerfisins að gera alla bæði skattpínda og hjálpar þurfi? Ég efast um það. Má ræða einföldun velferðarkerfisins? Nei, því þá er maður víst að ræða um að svipta þá hjálpar þurfi hjálp.
Nóg tuð. Fréttablaðið fékk tæplega 1000 orð í gær. Vonandi fá þau óstytta birtingu því það var af nægu að taka hér.
Strætó- og lestarkerfið hlýtur að hafa misst maaaarga farþega í gær. Skilti á einni fjölförnustu lestarstöðinni bilaði með tilheyrandi aflýsingum á öllum lestum í vesturátt í gvuð-má-vita-hve langan tíma. Sem betur fer slapp ég í síðustu lestina sem slapp úr ringulreiðinni. Ofan á það var úrhellingsrigning. Ofan á það þurfti að stoppa lestina mína til að löggan gæti komið og handtekið einhvern. Ofan á það voru strætóar seinir þegar lestinni sleppti. "Ég kaupi mér hjól núna, því þótt það þýði að ég verði hundblaut þá veit ég a.m.k. hvað þessar 45 mínútur fóru í." Konan sem sagði þetta endurtók hugsanir mínar.
Hérna er gömul rökræðuvilla dregin upp á yfirborðið. Samkeppnishæfni Norðurlandanna er ekki góð af því að þar eru háir skattar og risavaxið velferðarkerfi, heldur þrátt fyrir það. Samkeppnishæfnin er mæld m.a. út frá því hve vel eignarréttur er skilgreindur og varinn, og hve greiður aðgangur er að dómskerfinu ef og þegar samningssvik eiga sér stað. Einnig: Aðgangur að innlendu og erlendu fjármagni, sveigjanleiki reglugerða í viðskiptaumhverfinu, og fleira af þessu tagi. Velferðarkerfi og skattar á laun eru einfaldlega ekki mælistikur sem eru notaðar til að mæla samkeppnishæfni, þó hugsanlega með þeirri undantekningu að aðgangur að hæfu starfsfólki sé mældur, sem aftur gæti verið kominn til af því að skólakerfið er duglegt að framleiða gott fólk á markaðinn, sem aftur gæti tengst því hve margir skólabekkir og kennarar standa til reiðu í landi, sem aftur gæti tengst ríkisrekstrinum, sem aftur kemur inn á svið velferðarkerfis og skatta. Þéttari eru tengslin samt ekki.
Í fyrradag fékk ég bréf sem sagði að nú væri búið að skilgreina svokallaðan Nemkonto fyrir mig (sem sagt, kerfið fann bankareikning í mínu nafni og spurði í bréfinu hvort hann mætti ekki nota sem minn Nemkonto). Byrjun bréfsins er nokkurn vegin svohljóðandi:"Flestir borgarar fá stundum pening frá hinu opinbera. Þetta gæti t.d. verið ofgreiddur skattur, barnabætur, eftirlaun, SU, reiðuféshjálp, laun, húsaleigubætur eða atvinnuleysisbætur." Punkturinn er svo að ríkið vill að allir hafi bankareikningsnúmer skráð í kerfinu svo auðveldar sé að millifæra opinberu greiðslurnar beint á fólk í stað þess að nota ávísanir.
Þetta er auðvitað stórsniðugt. Næsta skref er auðvitað að breyta lögum örlítið og leyfa ríkinu að rukka mann líka, t.d. fyrir útvarpsleyfisgjöld, ógreidda skatta, sektir, ógreidd meðlög, fjármagnstekjur, sölugróða og þar fram eftir götunum. En áður en það gerist er kerfið sniðugt. Mér fannst byrjun bréfsins hins vegar lýsandi fyrir það að allir eru meira eða minna komnir undir náðarhönd opinberra framfærslna. Nei, ekki bara þeir sem þurfa hjálp, eða hafa engin úrræði, eða lenda í ófyrirsjáanlegum en tímabundnum erfiðleikum, heldur allir. Var það tilgangur velferðarkerfisins að gera alla bæði skattpínda og hjálpar þurfi? Ég efast um það. Má ræða einföldun velferðarkerfisins? Nei, því þá er maður víst að ræða um að svipta þá hjálpar þurfi hjálp.
Nóg tuð. Fréttablaðið fékk tæplega 1000 orð í gær. Vonandi fá þau óstytta birtingu því það var af nægu að taka hér.
Tuesday, October 25, 2005
Lögmálið samt við sig
Eftirfarandi lýsing á raunverulegum atburðum er bara til þess fallin að staðfesta vel þekkt lögmál:
Fyrir nokkrum vikum byrjaði myndarlegur kvenmaður (kvenmaður A, þótt réttnefni væri kvenmaður C, ef ekki D) að vinna á sömu hæð og ég. Nokkru síðar byrjaði annar myndarlegur kvenmaður (kvenmaður B, þótt réttnefni væri kvenmaður C) að vinna á hæðinni. Mér datt í hug að þessir tveir kvenmenn myndu fyrr en síðar byrja fara í mat saman, eða byrja kjafta saman á vinnustaðnum um eitthvað óvinnutengt. Í millitíðinni byrjaði þriðji myndarlegi kvenmaðurinn (kvenmaður C, sem þó ætti frekar að kallast kvenmaður B) og núna sé ég að kvenmaður B og kvenmaður C eru byrjaðir að kjafta saman á félagslegan hátt, og lögmálið þekkta þar með að verða staðfest. Ef kvenmaður A slæst í þennan hóp þá lít ég svo á að svo sé.
Fyrir nokkrum vikum byrjaði myndarlegur kvenmaður (kvenmaður A, þótt réttnefni væri kvenmaður C, ef ekki D) að vinna á sömu hæð og ég. Nokkru síðar byrjaði annar myndarlegur kvenmaður (kvenmaður B, þótt réttnefni væri kvenmaður C) að vinna á hæðinni. Mér datt í hug að þessir tveir kvenmenn myndu fyrr en síðar byrja fara í mat saman, eða byrja kjafta saman á vinnustaðnum um eitthvað óvinnutengt. Í millitíðinni byrjaði þriðji myndarlegi kvenmaðurinn (kvenmaður C, sem þó ætti frekar að kallast kvenmaður B) og núna sé ég að kvenmaður B og kvenmaður C eru byrjaðir að kjafta saman á félagslegan hátt, og lögmálið þekkta þar með að verða staðfest. Ef kvenmaður A slæst í þennan hóp þá lít ég svo á að svo sé.
Monday, October 24, 2005
Mygl
Kroppurinn er ekki alveg búinn að ná sér eftir þriggja daga sukk með Hauknum og fylginautum. Kaffið bragðast skringilega, maginn er í stanslausu uppnámi, hausinn er þungur og heilinn er hægur. Allt merki um góða helgi!
Húrra fyrir þessu! Viðbrögð! Að vísu bara að litlu leyti við mínum skrifum sem slíkum þótt þau hafi verið innblásturinn, en viðbrögð engu að síður. Note to self: Nota efni héðan.
Ég verð samt að passa mig svolítið á því hvaða málefni ég tek fyrir, og hvernig ég tek þau fyrir. Sumt er nefninlega erfiðara að fjalla um en annað. Ég gæti skrifað 1000 orð (eða 860) um landbúnaðarstyrki, verndartolla, ríkisstyrki til atvinnugreina, verkalýðsfélög og frjálsa verslun og fjallað í ítarlegu máli um hvernig hundruðum milljónum manna er haldið föstum í mikilli fátækt og á hungurmörkum vegna skilningsleysis vestræns almennings á nauðsyninni á auknum kapítalisma í heiminum. Við þessu fengi ég kannski eina athugasemd frá einum bloggara. Hins vegar er ég fljótur að fá kinnhestinn ef ég efast um skynsemi þess að fara í verkfall. Hvað er málið?! (Nú einfalda ég hlutina viljandi en það er bara til að sýna fram á punkt, og hvað mér finnst forgangsröðun samfélagsumræðunnar vera hlægileg, og hvað mitt persónulega álit er á því hvernig fólk bregst við sumum umræðuefnum en ekki öðrum.)
Anyways, núna er ég búinn að pirra sjálfan mig og ætla því að hætta skrifa.
Húrra fyrir þessu! Viðbrögð! Að vísu bara að litlu leyti við mínum skrifum sem slíkum þótt þau hafi verið innblásturinn, en viðbrögð engu að síður. Note to self: Nota efni héðan.
Ég verð samt að passa mig svolítið á því hvaða málefni ég tek fyrir, og hvernig ég tek þau fyrir. Sumt er nefninlega erfiðara að fjalla um en annað. Ég gæti skrifað 1000 orð (eða 860) um landbúnaðarstyrki, verndartolla, ríkisstyrki til atvinnugreina, verkalýðsfélög og frjálsa verslun og fjallað í ítarlegu máli um hvernig hundruðum milljónum manna er haldið föstum í mikilli fátækt og á hungurmörkum vegna skilningsleysis vestræns almennings á nauðsyninni á auknum kapítalisma í heiminum. Við þessu fengi ég kannski eina athugasemd frá einum bloggara. Hins vegar er ég fljótur að fá kinnhestinn ef ég efast um skynsemi þess að fara í verkfall. Hvað er málið?! (Nú einfalda ég hlutina viljandi en það er bara til að sýna fram á punkt, og hvað mér finnst forgangsröðun samfélagsumræðunnar vera hlægileg, og hvað mitt persónulega álit er á því hvernig fólk bregst við sumum umræðuefnum en ekki öðrum.)
Anyways, núna er ég búinn að pirra sjálfan mig og ætla því að hætta skrifa.
Afsökunarbeiðni
Ég má til með að biðjast afsökunar á því að hafa togað í viðkvæmar taugar í nýlegum skrifum um vinnuniðurlagningu kvenna. Þetta er mörgum mikið tilfinninga- og réttlætismál og rétt eins og með önnur slík mál er kannski rétt að sýna aðgát í nærveru sálar og segja minna frekar en meira, og alls ekki að láta neitt grín skína í gegn.
Hins vegar ætla ég að láta skrifin standa án afsökunarbeiðni því mér finnst þau vera sjónarhorn sem enginn þorir lengur að færa fram undir nafni, og er þess í stað sett fram í formi nafnlauss dreifiefnis og annarra slíkra tjáningarmiðla. Mér finnst leiðinlegt að sjá að mikilvægt málefni eins og jafnréttisbarátta mismunandi hópa einstaklinga með mismunandi líkamleg persónueinkenni skuli hafa verið púað niður á það umræðuplan.
Hins vegar ætla ég að láta skrifin standa án afsökunarbeiðni því mér finnst þau vera sjónarhorn sem enginn þorir lengur að færa fram undir nafni, og er þess í stað sett fram í formi nafnlauss dreifiefnis og annarra slíkra tjáningarmiðla. Mér finnst leiðinlegt að sjá að mikilvægt málefni eins og jafnréttisbarátta mismunandi hópa einstaklinga með mismunandi líkamleg persónueinkenni skuli hafa verið púað niður á það umræðuplan.
Thursday, October 20, 2005
Niðurtalningin er hafin
Ég á víst frí á morgun í vinnunni. Ég er samt svo óralangt fjarri því að vera með hugann við það (ef undan er skilin þessi bloggfærsla). Á milli mín og langrar helgi er heilt fjall af misáríðandi verkefnum, og fundur sem mér er sagt að geti auðveldlega orðið þeir fjórir tímar sem hann er skrifaður á planinu til að vera. Þar þarf ég meira að segja að útskýra eitthvað sem ég hef gert.
En þetta hlýtur allt að verða þess virði. Maður á nefninlega ekki að fara í frí með góðri samvisku er það?
Að öðru, að þá sé ég núna að trúverðugleiki Seðlabankans hefur nú aukist til muna. Ástæðan er sú að Ingibjörg Sólrún hefur ákveðið að draga sig úr bankaráði hans. Trúverðugleikinn eykst ekki af þeim ástæðum sem hún nefnir. Hann eykst af því hún sem persóna og pólitískur vindhani dregur sig nú úr bankaráði.
Margar konur hafa nú ákveðið að leggja niður vinnu á vikudegi til að sýna umheiminum af hverju karlmenn þéna almennt meira en konur. Ástæðan er sú að karlmenn vinna almennt lengur en konur. Vonandi fá konur sem taka sér frí hressilegan mínus í næstu launaávísun til að undirstrika þetta.
Hérna er baunað skemmtilega á Íslendinga. Vonandi er þetta samt ekki alþjóðlegur orðstír Frónbúa.
Fyrir áhugamenn um heimsfrið: "Everyone approves of democracy, but "capitalism" is often a dirty word. However, in recent decades, an increasing number of people have rediscovered the economic virtues of the "invisible hand" of free markets. We now have an additional benefit of economic freedom - international peace." Kapítalimi = friður. Þá hafa tölurnar loksins staðfest það sem hugsuðir og heimspekingar af ákveðnum væng stjórnmálanna hafa sagt í aldaraðir.
En þetta hlýtur allt að verða þess virði. Maður á nefninlega ekki að fara í frí með góðri samvisku er það?
Að öðru, að þá sé ég núna að trúverðugleiki Seðlabankans hefur nú aukist til muna. Ástæðan er sú að Ingibjörg Sólrún hefur ákveðið að draga sig úr bankaráði hans. Trúverðugleikinn eykst ekki af þeim ástæðum sem hún nefnir. Hann eykst af því hún sem persóna og pólitískur vindhani dregur sig nú úr bankaráði.
Margar konur hafa nú ákveðið að leggja niður vinnu á vikudegi til að sýna umheiminum af hverju karlmenn þéna almennt meira en konur. Ástæðan er sú að karlmenn vinna almennt lengur en konur. Vonandi fá konur sem taka sér frí hressilegan mínus í næstu launaávísun til að undirstrika þetta.
Hérna er baunað skemmtilega á Íslendinga. Vonandi er þetta samt ekki alþjóðlegur orðstír Frónbúa.
Fyrir áhugamenn um heimsfrið: "Everyone approves of democracy, but "capitalism" is often a dirty word. However, in recent decades, an increasing number of people have rediscovered the economic virtues of the "invisible hand" of free markets. We now have an additional benefit of economic freedom - international peace." Kapítalimi = friður. Þá hafa tölurnar loksins staðfest það sem hugsuðir og heimspekingar af ákveðnum væng stjórnmálanna hafa sagt í aldaraðir.
Wednesday, October 19, 2005
Allt á sínum stað
Miðvikudagsheltan eftir þriðjudagsfótboltann er eins og vikuleg vekjaraklukka sem minnir mig á skrokkinn. Nú fer samt að verða of kalt. Verkur í lungum og aðeins of slappur líkami m.v. aðra miðvikudaga eru fyrstu merki þess.
Haukurinn lendir í dag og verður gripinn á morgun. Þriggja sólarhringja áfengisneysla er takmarkið. Netfjarvera verður sem afleiðing mikil.
Haukurinn lendir í dag og verður gripinn á morgun. Þriggja sólarhringja áfengisneysla er takmarkið. Netfjarvera verður sem afleiðing mikil.
Tuesday, October 18, 2005
Tár í augun
Ef maður starir á tölvuskjá á vitlausri tíðni í 7 klst úr 30 cm fjarlægð þá byrjar maður að tárast. Svo mikið er víst.
Ég var u.þ.b. hársbreidd frá því að senda skopmynd af forstjóranum út á póstlista sem meðal annars inniheldur forstjórann. Sem betur fer skildi ég póst vitlaust og skopmyndin varð því af einum verkefnisstjóranum, og í raun var um sæta hefnd að ræða því sá hinn sami hafi gert athugasemd við hreinlæti innanverðs kaffibolla míns í morgun (hence, bloggfærsla um málið).
Haukurinn, T-minus 2 days. Lifrin kvíðir fyrir, önnur líffæri bíða spennt.
Ég var u.þ.b. hársbreidd frá því að senda skopmynd af forstjóranum út á póstlista sem meðal annars inniheldur forstjórann. Sem betur fer skildi ég póst vitlaust og skopmyndin varð því af einum verkefnisstjóranum, og í raun var um sæta hefnd að ræða því sá hinn sami hafi gert athugasemd við hreinlæti innanverðs kaffibolla míns í morgun (hence, bloggfærsla um málið).
Haukurinn, T-minus 2 days. Lifrin kvíðir fyrir, önnur líffæri bíða spennt.
Spurning..
Nú veit ég að maður þvær ekki kaffibollann sinn að innan. Kaffibolli á að innihalda þykka og brúna skán. Þannig er það bara. Af hverju veit alheimur þetta ekki? Af hverju þessi endalausu komment um að ég eigi að þrífa kaffibollann að innan? Af hverju veit fólk ekki sjálfsagða hluti?
Monday, October 17, 2005
Jahérnahér
Á dauða mínum átti ég von en ekki því að ég myndi lifa þann dag að sjá reglur um reykingar útvíkkaðar! Nú á að rýmka reykingareglurnar í mötuneytinu í vinnunni töluvert miðað við hið algjöra reykingabann sem ríkir þar núna. Ég á bara ekki til eitt einasta orð.
I Defy
I Defy með Machine Head er örugglega í topp 10 yfir bestu þungarokkslög nokkurn tímann samin.
Metfjöldi kaffibolla
Ég held ég hafi slegið metið í fjölda kaffibolla fyrir kl 13 á vinnudegi: Tveir! Þetta er vitaskuld metið í því hve fáa bolla ég hef drukkið á þessum tíma vinnudags en ástæðan er auðvitað almennt stress og almennur hasar sem heldur mér frá kaffivélinni. Núna er stefnt á að vinna upp tapaða koffíninntöku.
Eftir þrjár vikur í röð með 6 vinnudaga vinnuvikum verður gríðarhressandi að byrja helgina eftir vinnu á fimmtudegi. Síðan er gríðargóð ferðaplön að fæðast hjá sauðhærða vini okkar sem vonandi verða staðfest sem allrafyrst. Vonandi rætist úr öðrum ferðaplönum líka. Minni samt ferðalanga á að nú allt í einu er skítkalt í Kaupmannahöfn. Húfur og vettlingar og hlýjar peysur eru möst.
Eftir þrjár vikur í röð með 6 vinnudaga vinnuvikum verður gríðarhressandi að byrja helgina eftir vinnu á fimmtudegi. Síðan er gríðargóð ferðaplön að fæðast hjá sauðhærða vini okkar sem vonandi verða staðfest sem allrafyrst. Vonandi rætist úr öðrum ferðaplönum líka. Minni samt ferðalanga á að nú allt í einu er skítkalt í Kaupmannahöfn. Húfur og vettlingar og hlýjar peysur eru möst.
Saturday, October 15, 2005
Alvöru
Í gær talaði ég við vinnufélaga sem sagði nokkuð sem í raun liggur bak við allt sem vinstrimenn segja, en er aldrei sagt opinberlega: "Ég er hlynntur því að fólki sé mikið stjórnað af ríkinu, því ég held að flest fólk sé of vitlaust til að stjórna sínu eigin lífi." Þetta sagði hann í samhengi við heilbrigðistryggingar og menntastofnanir. Vinstrimenn telja hins vegar sjálfa sig vera snjallari en aðra, og að ekki þurfi að stjórna þeim neitt sérstaklega heldur bara öllum hinum vitleysingunum.
Ætli þessi þankagangur sé ekki ástæða þess að vinstrimenn eru víða í útlöndunum einfaldlega kallaðir elítistar?
Ætli þessi þankagangur sé ekki ástæða þess að vinstrimenn eru víða í útlöndunum einfaldlega kallaðir elítistar?
Fullkomlega heiðskýrt
Hlýtt úti og alveg heiðskýrt. Er október?
"Það dugar nefnilega ekki alltaf að kjósa með höndunum í kjörklefanum á fjögurra ára fresti. Stundum neyðast menn til að taka til fótanna." (#) Þetta var ég að reyna útskýra fyrir yfirmanni mínum í gær (eftir nokkra bjóra) - lýðræði er auðvitað val á því hver ræður yfir lífi manns og limum, en valið máttlaust því það nær yfir svo langan tíma, og er truflað af svo mörgu öðru. Hvernig ætli fólki myndi líða að þurfa ákveða ostaneyslu sína í fjögurra ára tímabilum? Hvers konar val væri það? Hvað með tryggingafélög? Veljum vil ekki tryggingafélög fyrir heilbrigðisþjónustu á fjögurra ára fresti? Nei, þá er tímabilið komið upp í þau 10-50 ár sem tekur að koma á stórum kerfisbreytingum með lýðræðislegu ferli. Lýðræði er gott og blessað í sjálfu sér og mjög hentugt tæki til að skipta um valdhafa án blóðsúthellinga, en það er bara þannig að fæstar ákvarðanir eru vel til þess fallnar að vera teknar af stjórnmálamönnum á fjögurra ára ráðningarsamningum.
Vei!
Julefrokost 2005 - Sæt kryds i kalenderen den 16. december, så du kan være med til årets julefrokost på NIMB ved Tivoli.
Síðasta vinnustaðafylleríi var vægast sagt flóðbylgja kræsinga og áfengis. Ég býst við engu minna fyrir það næsta.
Núna var ég að lesa að réttindi séu bara einhver vitleysa á stultum. Mikið hefði Stalín verið ánægður að heyra það.
"Það dugar nefnilega ekki alltaf að kjósa með höndunum í kjörklefanum á fjögurra ára fresti. Stundum neyðast menn til að taka til fótanna." (#) Þetta var ég að reyna útskýra fyrir yfirmanni mínum í gær (eftir nokkra bjóra) - lýðræði er auðvitað val á því hver ræður yfir lífi manns og limum, en valið máttlaust því það nær yfir svo langan tíma, og er truflað af svo mörgu öðru. Hvernig ætli fólki myndi líða að þurfa ákveða ostaneyslu sína í fjögurra ára tímabilum? Hvers konar val væri það? Hvað með tryggingafélög? Veljum vil ekki tryggingafélög fyrir heilbrigðisþjónustu á fjögurra ára fresti? Nei, þá er tímabilið komið upp í þau 10-50 ár sem tekur að koma á stórum kerfisbreytingum með lýðræðislegu ferli. Lýðræði er gott og blessað í sjálfu sér og mjög hentugt tæki til að skipta um valdhafa án blóðsúthellinga, en það er bara þannig að fæstar ákvarðanir eru vel til þess fallnar að vera teknar af stjórnmálamönnum á fjögurra ára ráðningarsamningum.
Vei!
Julefrokost 2005 - Sæt kryds i kalenderen den 16. december, så du kan være med til årets julefrokost på NIMB ved Tivoli.
Síðasta vinnustaðafylleríi var vægast sagt flóðbylgja kræsinga og áfengis. Ég býst við engu minna fyrir það næsta.
Núna var ég að lesa að réttindi séu bara einhver vitleysa á stultum. Mikið hefði Stalín verið ánægður að heyra það.
Friday, October 14, 2005
Aksion föstudagur
Gríðarhasar í dag og vinna á morgun líka. Gott mál segi ég. Næsta helgi verður aftur á móti löng og afslöppuð. Ég hef fengið O.K. við að taka frí næsta föstudag og án þess að hafa kannað málið mjög nákvæmlega þá verður sú helgi þéttur sukkpakki með fólki að klára lokaverkefni og Haukinn í stuttri heimsókn, sumsé svínarí eins og það gerist best.
DV inniheldur nokkur orð í dag um - já ótrúlegt en satt - Baugsmálið! Jæja, kannski ekki beint um Baugsmálið en eitthvað því tengt. Ég nenni engan veginn að setja mig inn í Baugsmálið. Maður á mann, orð á móti orði, valdatafl og lögsóknir. Leiðinlegt mál eins og leiðinleg mál gerast best.
DV inniheldur nokkur orð í dag um - já ótrúlegt en satt - Baugsmálið! Jæja, kannski ekki beint um Baugsmálið en eitthvað því tengt. Ég nenni engan veginn að setja mig inn í Baugsmálið. Maður á mann, orð á móti orði, valdatafl og lögsóknir. Leiðinlegt mál eins og leiðinleg mál gerast best.
Thursday, October 13, 2005
Multi-Geir
Kulturnat á föstudagskvöld. Einhver til í hamrandi sukk og svínari?
Örgjörvinn á tölvunni búinn að keyra á 100% í allan morgun og þökk sé svimandi þungu rokki þá hefur það sama átt við mig. Ánægjulegt.
Annað ánægjulegt var að vakna við rödd norskrar stúlku í eyranu í morgun og veita henni örlitla aðstoð í upphafi dags.
Síðasta setning hefur væntanlega misskilist eins og til var ætlast. Ég veit ekki hvort ég eigi nokkuð að eyða þeim misskilning.
Örgjörvinn á tölvunni búinn að keyra á 100% í allan morgun og þökk sé svimandi þungu rokki þá hefur það sama átt við mig. Ánægjulegt.
Annað ánægjulegt var að vakna við rödd norskrar stúlku í eyranu í morgun og veita henni örlitla aðstoð í upphafi dags.
Síðasta setning hefur væntanlega misskilist eins og til var ætlast. Ég veit ekki hvort ég eigi nokkuð að eyða þeim misskilning.
Wednesday, October 12, 2005
Skrýtinn talsmáti
Fyrirsagnir í dönskum blöðum eru margar hverjar furðulegar. Yfirleitt fjalla þær um eitthvað sem þarf að gera, eða verður að gera, eða mun gerast eftir orðum einhvers þingmannsins eða verkalýðsforingjans. Tónninn er einhvern veginn á þá leið að eitthvað er alveg hræðilegu ástandi og það verði að leiðrétta. Kannski er þetta ekkert danskt frekar en íslenskt, en ég man ekki eftir dómsdagstóninum frá Íslandi. Ég held að dómsdagstóninn komi af því að stjórnmálamenn ráða ansi miklu í Danmörku og til að virkja samfélagshönnuðinn í þeim þurfi að tala með mjög ákveðnum tón, og helst fullyrða svo sterkt að enginn þorir að mæla í mót. Ætlar þú að hækka fjárstuðning úr vösum sumra í vasa annarra? Þessu þorir enginn þingmaður að neita, óháð því hver fær að blæða í vasa hvers.
Einhvern tímann var mér sagt að í lágmarksríkinu Sviss væru stjórnmál almennt mjög lítill hluti af samfélagsumræðunni. Viðskiptalífið væru þeim mun fyrirferðarmeira umræðuefni. Miðað við Danmörk er hægt að segja svipaða sögu á Íslandi, en auðvitað er algjörlega út í hött að fólk þurfi að biðla til stjórnmálamanna til að koma breytingum áleiðis. Fólk ætti að hafa vaxið uppúr því að líta upp til forráðamanns fyrir hverja ákvörðun þegar 18 ára aldrinum var náð.
En að léttara hjali: Veðrið er ljómandi gott í dag og það er gott. Miðvikudagsheltan eftir þriðjudagsfótboltann er á sínum stað og almennt er allt að hjakka í sínu hjólfari eins og áður.
Ánægjulegur listi verð ég að segja. Nokkrir höfðingjar þarna skráðir til leiks sem sjálfsagt munu fá góðar móttökur á atvinnumarkaðnum.
Er ég sá eini í heiminum sem dreg samasemmerki milli háskólagráðu í frönskum bókmenntum, og atvinnuleysis?
Einhvern tímann var mér sagt að í lágmarksríkinu Sviss væru stjórnmál almennt mjög lítill hluti af samfélagsumræðunni. Viðskiptalífið væru þeim mun fyrirferðarmeira umræðuefni. Miðað við Danmörk er hægt að segja svipaða sögu á Íslandi, en auðvitað er algjörlega út í hött að fólk þurfi að biðla til stjórnmálamanna til að koma breytingum áleiðis. Fólk ætti að hafa vaxið uppúr því að líta upp til forráðamanns fyrir hverja ákvörðun þegar 18 ára aldrinum var náð.
En að léttara hjali: Veðrið er ljómandi gott í dag og það er gott. Miðvikudagsheltan eftir þriðjudagsfótboltann er á sínum stað og almennt er allt að hjakka í sínu hjólfari eins og áður.
Ánægjulegur listi verð ég að segja. Nokkrir höfðingjar þarna skráðir til leiks sem sjálfsagt munu fá góðar móttökur á atvinnumarkaðnum.
Er ég sá eini í heiminum sem dreg samasemmerki milli háskólagráðu í frönskum bókmenntum, og atvinnuleysis?
Tuesday, October 11, 2005
VARÚÐ - PÓLITÍK!
Má til með að pólitíkast örlítið. Hér er ágætur og vel (en rangt, að mínu mati) þenkjandi piltur að reyna hnýta í einn af heimspekingum frjálshyggjunnar, Robert Nozick (kallar hann reyndar fulltrúa einhverrar annarrar stefnu en það er nú eins og það er). Þarna er kafli sem heitir "Sjálfræði, sjálfseign" og þar er nokkrum spurningum varpað fram. Þeim þarf vitaskuld að svara (Ath það er ég sem sný ýmsum setningum yfir á spurningaformið fyrir sakir formsins).
Við eigum okkur sjálf, þ.e.a.s. við erum sjálfráðar manneskjur. Fyrst við eigum okkur sjálf, eigum við einnig hæfileika okkar? Svarið hérna er já. Án líkamans (sem við eigum hvert fyrir okkur) þá eru engir hæfileikar. Af því leiðir að við eigum hæfileika okkar. Sagt á örlítið annan hátt - það að ég fæðist með tvö nýru en einhver annar án nýra þá á hinn nýrnalausi ekki tilkall til annars af mínum nýrum, þótt vitaskuld geti hann biðlað til mín og keypt eða fengið annað þeirra. Ég á nýrun þar til ég ákveð annað, óháð nýrnastöðu annarra, þörf eða ofgnótt.
Fyrst við eigum hæfileika okkar, eigum þá við einnig allt sem við framleiðum með hæfileikum okkar? Nei, ekki allt ef við erum launafólk. Þá gerum við samkomulag um hvað við viljum í umbun fyrir að nýta heilabú okkar og skrokka til að vinna sem maurar í maurabúi kapítalistans (án gríns). Það að önnur manneskja en ég sé til þýðir ekki að sú manneskja eigi tilkall til þeirra verðmæta sem ég skapa eða þeirra launa sem ég hef samið um við minn vinnuveitanda. Þótt önnur manneskja sé til þá þýðir það ekki að hún eigi tilkall til eins né neins á mínum skrokk eða af þeim eigum sem minn skrokkur er tengdur í formi eigna minna. Á leigubílstjórinn sjálfkrafa og óhindrað tilkall til launa minna af því hann er til og til þjónustu reiðubúinn ef ég þarf á honum að halda? Nei, slíkt hrægammasamfélag kæri ég mig ekki um.
Brýtur skattlagning á tekjum fólks, eða önnur efnahagsleg afskipti, á rétti okkar til þess sem við framleiðum með hæfileikum okkar? Já, því ef við greiðum ekki skattana þá kemur maður með byssu og vísar okkur í fangaklefa. Svo einfalt er það. Hins vegar sætta margir menn undir byssukjafti sig við ýmislegt ef sannfæringarkrafturinn um ágæti nýtingar ránsfengsins er mikill og sterkur. Það þýðir þó ekki að ránið sé réttlátara eða rökstuddari athöfn.
Annars er höfundur áðurnefndar greinar kannski metnaðarlaus að láta Nozick um að færa öll rökin. Hér (.pdf) er örlítið hlutbundnari rökstuðningur á eignarréttinum og hér (.pdf) er ein ágæt bók sem byrjar á ágætri umfjöllun um sjálfseignarrétt mannsins og ýmsar rökréttar (og rökstuddar!) afleiðingar þess rétts. Allt í boði Hans-Hermann Hoppe, sem er svo ágætur. Þó engin þörf á að lesa allt heila klabbið fyrir sakir þessarar umræðu.
Við eigum okkur sjálf, þ.e.a.s. við erum sjálfráðar manneskjur. Fyrst við eigum okkur sjálf, eigum við einnig hæfileika okkar? Svarið hérna er já. Án líkamans (sem við eigum hvert fyrir okkur) þá eru engir hæfileikar. Af því leiðir að við eigum hæfileika okkar. Sagt á örlítið annan hátt - það að ég fæðist með tvö nýru en einhver annar án nýra þá á hinn nýrnalausi ekki tilkall til annars af mínum nýrum, þótt vitaskuld geti hann biðlað til mín og keypt eða fengið annað þeirra. Ég á nýrun þar til ég ákveð annað, óháð nýrnastöðu annarra, þörf eða ofgnótt.
Fyrst við eigum hæfileika okkar, eigum þá við einnig allt sem við framleiðum með hæfileikum okkar? Nei, ekki allt ef við erum launafólk. Þá gerum við samkomulag um hvað við viljum í umbun fyrir að nýta heilabú okkar og skrokka til að vinna sem maurar í maurabúi kapítalistans (án gríns). Það að önnur manneskja en ég sé til þýðir ekki að sú manneskja eigi tilkall til þeirra verðmæta sem ég skapa eða þeirra launa sem ég hef samið um við minn vinnuveitanda. Þótt önnur manneskja sé til þá þýðir það ekki að hún eigi tilkall til eins né neins á mínum skrokk eða af þeim eigum sem minn skrokkur er tengdur í formi eigna minna. Á leigubílstjórinn sjálfkrafa og óhindrað tilkall til launa minna af því hann er til og til þjónustu reiðubúinn ef ég þarf á honum að halda? Nei, slíkt hrægammasamfélag kæri ég mig ekki um.
Brýtur skattlagning á tekjum fólks, eða önnur efnahagsleg afskipti, á rétti okkar til þess sem við framleiðum með hæfileikum okkar? Já, því ef við greiðum ekki skattana þá kemur maður með byssu og vísar okkur í fangaklefa. Svo einfalt er það. Hins vegar sætta margir menn undir byssukjafti sig við ýmislegt ef sannfæringarkrafturinn um ágæti nýtingar ránsfengsins er mikill og sterkur. Það þýðir þó ekki að ránið sé réttlátara eða rökstuddari athöfn.
Annars er höfundur áðurnefndar greinar kannski metnaðarlaus að láta Nozick um að færa öll rökin. Hér (.pdf) er örlítið hlutbundnari rökstuðningur á eignarréttinum og hér (.pdf) er ein ágæt bók sem byrjar á ágætri umfjöllun um sjálfseignarrétt mannsins og ýmsar rökréttar (og rökstuddar!) afleiðingar þess rétts. Allt í boði Hans-Hermann Hoppe, sem er svo ágætur. Þó engin þörf á að lesa allt heila klabbið fyrir sakir þessarar umræðu.
Eirðarleysi gærdagsins tvímælalaust horfið
Þetta hlýtur að vera með þéttpakkaðri dögum. Sem betur fer er nú vinnufótboltinn framundan með tilheyrandi svita og sötri. Ef ég verð duglegur í kvöld þá get ég jafnvel séð fram á að komast heim fyrir sólsetur á morgun. Ljómandi gott allt saman.
Húrra
Svo virðist sem eini skipulega þenkjandi vinstrimaðurinn sem er eftir á netinu sé Sveinbjörn Þórðarson. Hérna tekur hann fyrir orðaval mitt í nýlegri grein hjá mér og fær fyrir vikið athugasemdir nokkura sem að eigin sögn hafa ekki lesið greinina, en taka samt undir gagnrýnina á henni (vonandi misskildi ég samt eitthvað þar við snögga yfirferð). Gagnrýni Sveinbjörns fæ ég vonandi tækifæri til að svara í vikunni.
Monday, October 10, 2005
Úfffff
Þvílíka og annað eins eirðarleysið í mér í dag. Ef ekki væri fyrir rauðglóandi dead-lines þá væri ég búinn að lesa hvern stafkrók á öllum vefritum og fréttasíðum, blogga út í eitt, skrifa fimmtán greinar og sörfa allar dónasíður. Kannski ég skipti þungarokkinu út fyrir svolítið trommuheilafjör og sé hvað gerist.
Grátt í Danaríki
Þoka yfir öllu og einhver þyngsli yfir Kaupmannahöfn í dag. Menn eru misstemmdir á vinnustaðnum, ég sjálfur meðtalinn. Það var erfitt að skrölta fram úr rúminu í morgun.
Helgin var engu að síður ljómandi góð. Ingimar var hress. Leigusamningur var loksins undirritaður, en ekki til mjög langs tíma (rennur út 31. mars 2006 því eigandinn ætlar að selja íbúðina). Á ég að kaupa íbúð fyrir 4 milljónir danskra króna á 100% láni (ef það er hægt) og selja hana eftir 2-3 ár? Þetta er ég að hugleiða af mikilli alvöru.
Vinnuvikan kemur til með að verða í dæmigerða kantinum hvað verkefnamagn varðar, en líklega fjölbreyttari en síðasta vika þegar kemur að sjálfum verkefnunum. Þá veit alheimur það.
Helgin var engu að síður ljómandi góð. Ingimar var hress. Leigusamningur var loksins undirritaður, en ekki til mjög langs tíma (rennur út 31. mars 2006 því eigandinn ætlar að selja íbúðina). Á ég að kaupa íbúð fyrir 4 milljónir danskra króna á 100% láni (ef það er hægt) og selja hana eftir 2-3 ár? Þetta er ég að hugleiða af mikilli alvöru.
Vinnuvikan kemur til með að verða í dæmigerða kantinum hvað verkefnamagn varðar, en líklega fjölbreyttari en síðasta vika þegar kemur að sjálfum verkefnunum. Þá veit alheimur það.
Saturday, October 08, 2005
Fyndið
Ég held ég muni aldrei vaxa uppúr því að finnast hrokafullur MR-tónninn fyndinn. Þessu hló ég að:
Úr því ég er að vitna í annarra manna texta sem fá mig til að hlægja:
[V]erzlingar hafa með sínu skítlega eðli oft stundað þann ósið að nefna MR-ví daginn ví-MR daginn. Þó ættu allir með sæmilega máltilfinningu að greina það að hið fyrra er mun þjálla og fallegra. Svo er MR líka á undan í stafrófinu og fæðukeðjunni yfirleitt. (#)Eftir fjórða lestur hlæ ég enn. Hvor vann í ár?
Úr því ég er að vitna í annarra manna texta sem fá mig til að hlægja:
Minnst [framlag úr ríkissjóði skv. fjárlagafrumvarpinu] fær Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði, eina milljón króna. Þá upphæð átti skólinn að fá á fjárlögum ársins en það gleymdist við fjárlagagerðina í fyrra. (#)Gleymdist? GLEYMDIST? Hver urðu svo áhrif gleymskunnar? Fullkomlega óstjórnlegur fólksflótti frá Ísafirði? Bjargaði Rögnvaldur sér kannski með því að reka skólann sinn á ólögboðnum notendagreiðslum? Ef bara fleiri gríðarmikilvægar stofnanir á opinberri framfærslu gætu gleymst aðeins oftar. Þá fengi fólk kannski fjárhagslegt svigrúm til að velja afþreyingu og áhugamál sjálft.
Friday, October 07, 2005
Sólríkur flöskudagur
Þá er strax kominn föstudagur aftur og mikið er það ágætt. Verkefnabunkinn er orðinn töluvert grynnri svo kannski ég komist heim fyrir sólsetur í dag. Svo lítur út fyrir að maðurinn með helgarvinnuverkefnin sé ekki að standa sig að útvega þau svo kannski verður engin helgarvinna. Þá er ekkert eftir á verkefnalistanum nema samningaviðræður við íbúðareiganda. Ljómandi.
Ritstjórar hafa mjög knappan ritstíl í tölvupóstum. Annað get ég ekki sagt.
Hefur einhver séð DV í dag?
Nú datt aldeilis stórt verkefni inn í pósthólfið. Húrra fyrir því.
Ritstjórar hafa mjög knappan ritstíl í tölvupóstum. Annað get ég ekki sagt.
Hefur einhver séð DV í dag?
Nú datt aldeilis stórt verkefni inn í pósthólfið. Húrra fyrir því.
Thursday, October 06, 2005
Tvær spurningar og svör
Spurning: Hvernig breytiru kommúnista í kapítalista?
Svar: Gefðu honum, og honum persónulega, kapítal.
Spurning: Hvernig breytiru frjálshyggjumanni í félagshyggjumann?
Svar: Skattleggðu hann þar til laun hans hætta að duga honum til að sjá um sig og sína.
Svar: Gefðu honum, og honum persónulega, kapítal.
Spurning: Hvernig breytiru frjálshyggjumanni í félagshyggjumann?
Svar: Skattleggðu hann þar til laun hans hætta að duga honum til að sjá um sig og sína.
RÚV
Ónefndur snillingur fær nú orðið:
Sjónvarpshluti fjölmiðlaveldis ríkizins hefur legið niðri á heimili mínu frá því um kl 18 í dag vegna rafmagnsleysis. Ég fann fyrir gríðarmiklu öryggisleysi, enda er þetta mesta öryggistæki þjóðarinnar. Ég á ekki útvarpstæki (hey, it's 2005!) og internetið lá niðri. Milli vonar og ótta horfði ég á frjálsu sjónvarpsstöðvarnar, Stöð 2 og Skjá einn - en auðvitað gátu þær verið að blekkja mig með röngum fréttaflutningi eða áróðri í sjónvarpsþáttum.Hvað munum við svo að heyra næst þegar einhver leggur til að RÚV verði einkavætt með manni og mús? Jú, að RÚV þjóni öryggishlutverki. Hið eina örugga við RÚV er að það þjónar sama hlutverki og FM957 - afþreyingarhlutverki. Jú, annað öruggt við RÚV: Það mun skila tapi af rekstri.
Hvað átti ég að gera? Jú, ég lagðist upp í rúm í fósturstellingunni, sjúgandi þumalfingurinn og grét mig í svefn, eftir að hafa makað súkkulaði á mig allan þar sem ég stóð nakinn fyrir framan spegilinn...
Blóðið hefur yfirgefið hausinn
Pakksaddur eftir hádegismat og allt blóð hefur yfirgefið hausinn til að taka þátt í meltingarferlinu. Hvað er hægt að gera í heilaleysinu? Nú auðvitað blogga... og skrifa í DV.
Alltaf er jafnánægjulegt og óvænt að sjá hverjir fylla teljarasúlur Ósýnilegu handarinnar. Þetta er ekki mest lest síða landsins en tvímælalaust sú eina sinnar tegundar þegar kemur að því að taka á málum út frá föstum grundvallaratriðum. Já, þetta leyfi ég mér að segja og segja þótt ég segi sjálfur frá.
Annars er maður búinn að reyna fylgjast með stóra bláa flokknum á Íslandi þótt erfitt sé að skilja hið rétta frá hinu ranga. Mínar fljótfærnislegu ályktanir eru eftirfarandi:
Það var þá ekki fleira að sinni.
Alltaf er jafnánægjulegt og óvænt að sjá hverjir fylla teljarasúlur Ósýnilegu handarinnar. Þetta er ekki mest lest síða landsins en tvímælalaust sú eina sinnar tegundar þegar kemur að því að taka á málum út frá föstum grundvallaratriðum. Já, þetta leyfi ég mér að segja og segja þótt ég segi sjálfur frá.
Annars er maður búinn að reyna fylgjast með stóra bláa flokknum á Íslandi þótt erfitt sé að skilja hið rétta frá hinu ranga. Mínar fljótfærnislegu ályktanir eru eftirfarandi:
- Sjálfstæðisflokkurinn er kominn töluvert nær miðjumoðinu en hann var fyrir mánuði síðan, og þá var hann kominn töluvert nær en fyrir ári síðan, og þá var hann kominn töluvert nær en fyrir 2-3 árum síðan.
- SUS er komin nær miðjunni en hún var.
- Heimdallur er undir stjórn vinstrimanns og það mun hafa gríðarleg áhrif á félagið þegar fram líða stundir, og hefur reyndar haft mjög mikil áhrif á einu ári.
Það var þá ekki fleira að sinni.
Wednesday, October 05, 2005
Fundamaraþon
Einhverjum þykir eflaust ekki mikið til að sitja fjóra fundi í samtals 3 klst, en ég er orðinn rækilega fundamettur í dag. Núna loksins getur vinna hafist (með tilheyrandi bloggfærslu auðvitað).
Greinarhugmyndirnar hafa streymt inn og ég þakka fyrir það. Minnislistinn í bili:
Snillingur með vörn á morgun. Gangi honum sem allrabest! Sendið honum meil og tilkynnið komu ykkar - orvarj at HÍ púnktur is. Plássið í fyrirlestrarsalnum ku nefninlega vera takmarkað eins og gengur og gerist í hinum efnislega heimi (ólíkt hinum pólitíska þar sem t.d. skattfé virðist vera ótakmarkuð auðlind).
Greinarhugmyndirnar hafa streymt inn og ég þakka fyrir það. Minnislistinn í bili:
- Meðalmennskudýrkunin - hvernig meirihlutinn reynir að draga þá sem skara fram úr niður á meðalplanið, án þess þó að meðalplanið sé eitthvað sérstakt takmark meirihlutans.
- Tjörnin sem byggingarsvæði - hví ekki?
- Heilbrigðiskerfi markaðsins - dæmi um eitthvað sem virkar.
- Samkeppnisstofnun - af hverju er hún ónauðsynlegt bákn, jafnvel þótt einn risastór aðili ráði öllu á ákveðnum markaði?
- Sjávarútvegsgrein.
- Fjölmiðlalög - eins og að henda grjóti í höfnina sína til að minnka stærð skipanna sem nota hana.
Snillingur með vörn á morgun. Gangi honum sem allrabest! Sendið honum meil og tilkynnið komu ykkar - orvarj at HÍ púnktur is. Plássið í fyrirlestrarsalnum ku nefninlega vera takmarkað eins og gengur og gerist í hinum efnislega heimi (ólíkt hinum pólitíska þar sem t.d. skattfé virðist vera ótakmarkuð auðlind).
Tuesday, October 04, 2005
Úff
Einhvern tímann fannst mér gaman að nota spjallborð á netinu til að ræða pólitík. Sú tíð er löngu liðin. Svona furðuleg innlegg voru farin að fylla aðeins of mikið, og ef maður vogaði sér að segja að "skítlegt eðli" sé kannski ekki alveg hófsamasta orðavalið þá fékk maður saurfötuna yfir sig. Rakst nú reyndar á saurfötu á óvæntum stað í leit að mínu eigin nafni á Google, nefninlega síðasta athugasemdin við þessa færslu. Passlega falinn skítur þar á ferð sem vísar í ónefnda mynd sem ég væri nú alveg til í að fá senda ef einhver situr á henni. Minningar sjáið til.
Nú er allt í einu komin þessi glampandi sól og blíða í Danaveldi. Að vísu enn þörf á jakka á morgnana og kvöldin en annars stuttermabolsfært.
Annars má ég til með að segja eitt stórt og mikið URRRRRRRR!!! núna svo það sé skjalfest.
Nú er allt í einu komin þessi glampandi sól og blíða í Danaveldi. Að vísu enn þörf á jakka á morgnana og kvöldin en annars stuttermabolsfært.
Annars má ég til með að segja eitt stórt og mikið URRRRRRRR!!! núna svo það sé skjalfest.
Ósofinn og ferskur
Það gekk ágætlega að fara seint að sofa og vakna hress. Þó ekki nógu hress. Ég held ég þurfi að fara enn seinna að sofa í kvöld. Þó er hætt við að þriðjudagsboltinn verði orkugefandi og valdi jafnvel einhverjum afköstum í kvöld. Sjáum hvað setur.
Hér er boðið upp á námskeið í boði íslenskra skattgreiðenda um hvernig á að sækja um styrki úr vösum evrópskra skattgreiðenda. Hvar endar þetta? Who is John Galt?
Eitthvað fleira? Nei ætli það.
Hér er boðið upp á námskeið í boði íslenskra skattgreiðenda um hvernig á að sækja um styrki úr vösum evrópskra skattgreiðenda. Hvar endar þetta? Who is John Galt?
Eitthvað fleira? Nei ætli það.
Monday, October 03, 2005
You aint seen nothing yet
Ég vona að fyrrum formanni Samfylkingarinnar sé sama þótt ég steli frasanum hans í fyrirsögninni. Hér er ungur maður að skrifa um mín skrif, sem er vel. Viðkomandi ætti að hafa augun opin fyrir Fréttablaðsgreinum í vikunni. Þá fær hann nú aldeilis bloggmat!
Í nótt svaf ég fullkomlega náttúrulegum svefni. Ég sofnaði yfir bók í gærkvöldi án þess að hafa stillt vekjaraklukkuna (þ.e. símann) og vaknaði svo rétt fyrir kl 7 í morgun án þess að nokkuð hafi vakið mig sérstaklega. Maður hefði haldið að slíkur svefn væri ávísun á frískan og orkumikinn dag, en svo er aldeilis ekki. Ég er dauðþreyttur. Svei'attan. Ætla reyna fara seint að sofa í kvöld svo ég verði hress á morgun.
mp3-mappan Rebekka er hins vegar að gera góða hluti og er alltaf hress.
Lítil grein fyrir Þránd að kíkja á: A Minister-Free Health Care System. Þar segir: "Switzerland does not have any Ministry of Health." Ómögulegt, eða hvað?
Í nótt svaf ég fullkomlega náttúrulegum svefni. Ég sofnaði yfir bók í gærkvöldi án þess að hafa stillt vekjaraklukkuna (þ.e. símann) og vaknaði svo rétt fyrir kl 7 í morgun án þess að nokkuð hafi vakið mig sérstaklega. Maður hefði haldið að slíkur svefn væri ávísun á frískan og orkumikinn dag, en svo er aldeilis ekki. Ég er dauðþreyttur. Svei'attan. Ætla reyna fara seint að sofa í kvöld svo ég verði hress á morgun.
mp3-mappan Rebekka er hins vegar að gera góða hluti og er alltaf hress.
Lítil grein fyrir Þránd að kíkja á: A Minister-Free Health Care System. Þar segir: "Switzerland does not have any Ministry of Health." Ómögulegt, eða hvað?
Haltur maður
Þá er maður orðinn haltur aftur. Svo virðist sem Danir séu ekki alveg lausir við slagsmálagenið. Eitt spark í hægri sköflung er staðfesting þess. Hvatinn bak við sparkið er svolítið óljós, en það róar a.m.k. ekki Danann að segja "Din mor er..." í röð í 7-11 og síðan ekkert meira. Þá móðgast Daninn.
Í gær var hressandi fundur með eiganda íbúðarinnar sem ég bý í. Hann er sanngjarn maður og fínn kall en með bjánalegar innréttingarhugmyndir, og vonandi segir fasteignasalinn honum það í vikunni.
Í gær var hressandi fundur með eiganda íbúðarinnar sem ég bý í. Hann er sanngjarn maður og fínn kall en með bjánalegar innréttingarhugmyndir, og vonandi segir fasteignasalinn honum það í vikunni.
Saturday, October 01, 2005
Það tókst
Jebb, mættur til vinnu á laugardegi. Loksins tókst það. Meira að segja búinn að gera eitthvað og fyrsti kaffibollinn ekki kominn niður!
Teljarinn minn er að fara hamförum því ég sendi tölvupóst um daginn sem að hætti íslenskra prentmiðla hefur nú verið birtur opinberlega. Hressandi svo ekki sé meira sagt. Ætli Andri svari kallinu?
Bókalisti var birtur hér um daginn. Nú kemur listi yfir þau tímarit sem ég er að reyna velja á milli að gerast áskrifandi að (þótt e.t.v. sé nóg lesefni ólesið fyrir!). Listinn er fyrst og fremst minnislisti fyrir mig svo ekki lesa hann of hátíðlega:
Journal of Libertarian Studies
Reason Magazine
Economist (held þó ekki)
The Cato Journal eða Regulation (líklega ekki samt)
Svo mikið lesefni, svo lítill tími. Jæja, áfram með smjörið.
Teljarinn minn er að fara hamförum því ég sendi tölvupóst um daginn sem að hætti íslenskra prentmiðla hefur nú verið birtur opinberlega. Hressandi svo ekki sé meira sagt. Ætli Andri svari kallinu?
Bókalisti var birtur hér um daginn. Nú kemur listi yfir þau tímarit sem ég er að reyna velja á milli að gerast áskrifandi að (þótt e.t.v. sé nóg lesefni ólesið fyrir!). Listinn er fyrst og fremst minnislisti fyrir mig svo ekki lesa hann of hátíðlega:
Journal of Libertarian Studies
Reason Magazine
Economist (held þó ekki)
The Cato Journal eða Regulation (líklega ekki samt)
Svo mikið lesefni, svo lítill tími. Jæja, áfram með smjörið.
Friday, September 30, 2005
Þá er það fløskudagur
Jæja, flöskudagur er það víst. Eftir tvo bjóra getur maður víst ennþá gert eitthvað, a.m.k. í Excel. Hins vegar er erfitt að gera framhaldið upp við sig núna. Tveir bjórar þýða að sjálfsögðu að fleiri bjórar eru gríðarlega freistandi, en á móti kemur að ég myndi mjög gjarnan vilja vera ferskur á morgun og mæta í vinnuna og vinna af mér svo það sé pláss fyrir fyrirhuguð aukaverkefni í næstu viku. Ég gæti kannski tekið "stutt" djamm, farið heim í kringum miðnætti, sofið í 8-9 tíma og náð 6 tímum á morgun. Hins vegar er ég nokkuð viss um að minnsti vottur af stemmingu mun framlengja djammið út í hið óendanlega.
Snúin staða. Sjáum hvað setur. Góða helgi!
Snúin staða. Sjáum hvað setur. Góða helgi!
Sjálfsuppgötvun
Ég var að komast að svolitlu merkingu varðandi sjálfan mig. Venjulega tek ég lítið nærri mér að fá neikvæða gagnrýni, ómerkilegar athugasemdir um mig, háðsglósur, uppnefni, niðrandi hróp og hluti af þessu tagi, þ.e.a.s. ef ég fæ tækifæri til að svara fyrir mig (þó ekki endilega í sömu mynt).
Hins vegar tók ég alveg gríðarlega nærri mér að einhver kallaði vasareikninn minn "latterlig" (hlægilegan, fáránlegan). Ég gat ekkert sagt. Viðkomandi fann ekki einhvern takka eða aðferð og lét þetta út úr sér og ég varð hreinlega hundsár!
Þá vitiði það þið þarna úti; ekki dissa vasareikninn minn, en allt annað er mikið til í lagi að segja.
Hins vegar tók ég alveg gríðarlega nærri mér að einhver kallaði vasareikninn minn "latterlig" (hlægilegan, fáránlegan). Ég gat ekkert sagt. Viðkomandi fann ekki einhvern takka eða aðferð og lét þetta út úr sér og ég varð hreinlega hundsár!
Þá vitiði það þið þarna úti; ekki dissa vasareikninn minn, en allt annað er mikið til í lagi að segja.
Varúð! Hrein pólitísk færsla!
Ég er að breyta um stjórnmálaskoðun hægt og bítandi þessa dagana. Þetta er ferli er mjög meðvitað og ég finn hreinlega hvernig það er að eiga sér stað. Þeir sem mig þekkja vita að ég er einn af þessum ríku stuttbuxnastrákum sem fæddist með blámálaða silfurskeið í rassinum og hef aldrei þurft að vinna fyrir mér eða hafa fyrir neinu í lífinu, og er þess vegna til hægri í stjórnmálum og fylgjandi sem minnstum ríkisafskiptum af fólki og fyrirtækjum.
Nú er hins vegar öldin önnur. Núna er ég hættur að berjast fyrir síminnkandi ríkisvaldi (skattalækkanir, einkavæðingar, útboð á opinberri þjónustu, afnámi hafta, betur skilgreindara og afmarkaðara ríki). Ég er hættur að hafa hið svokallaða lágmarksríki löggæslu og dómstóla að leiðarljósi þegar ég hugleiði stjórn- og samfélagsmál.
Nú er ég að komast á þá skoðun að eina stjórnarfyrirkomulagið sem virðir sjálfseignarrétt einstaklingsins til fulls og þar með rétt hans til að eignast og afla sér eigna, og eina fyrirkomulagið sem "leyfir" einstaklingnum að ráða lífi sínu sjálfur og gerir ráð fyrir að réttur einstaklingsins til lífs og eigna séu ófrávíkjanleg grunnatriði mannlegs samfélags, er ekkert ríkisvald. Þetta ætla ég ekki að útskýra núna. Ég á við hugmyndafræðilega klemmu að stríða en ef hún leysist er þetta niðurstaðan. Ef ekki þá er ég fastur í mótsögn.
Þá vitum við það.
Nú er hins vegar öldin önnur. Núna er ég hættur að berjast fyrir síminnkandi ríkisvaldi (skattalækkanir, einkavæðingar, útboð á opinberri þjónustu, afnámi hafta, betur skilgreindara og afmarkaðara ríki). Ég er hættur að hafa hið svokallaða lágmarksríki löggæslu og dómstóla að leiðarljósi þegar ég hugleiði stjórn- og samfélagsmál.
Nú er ég að komast á þá skoðun að eina stjórnarfyrirkomulagið sem virðir sjálfseignarrétt einstaklingsins til fulls og þar með rétt hans til að eignast og afla sér eigna, og eina fyrirkomulagið sem "leyfir" einstaklingnum að ráða lífi sínu sjálfur og gerir ráð fyrir að réttur einstaklingsins til lífs og eigna séu ófrávíkjanleg grunnatriði mannlegs samfélags, er ekkert ríkisvald. Þetta ætla ég ekki að útskýra núna. Ég á við hugmyndafræðilega klemmu að stríða en ef hún leysist er þetta niðurstaðan. Ef ekki þá er ég fastur í mótsögn.
Þá vitum við það.
Thursday, September 29, 2005
Kaupa eitthvað
Eftir tæpa viku verð ég búinn með bók. Ég get fleytt mér áfram á greinum og öðru efni af netinu í nokkra daga, en þegar allt kemur til alls vantar mig nýja bók. Valið stendur nú milli þriggja titla:
The Capitalist Manifesto : The Historic, Economic and Philosophic Case for Laissez-Faire
The Ethics of Liberty
For a New Liberty: The Libertarian Manifesto
Ég þigg einnig ábendingar um lesefni úr "hinni áttinni". Síðasta bók sem ég las þaðan var þessi hvatning til lokaðra landamæra, tollamúra og almennrar einangrunar. Engin tímasóun í eitt skipti, en meira af þessu tagi væri tímasóun.
The Capitalist Manifesto : The Historic, Economic and Philosophic Case for Laissez-Faire
The Ethics of Liberty
For a New Liberty: The Libertarian Manifesto
Ég þigg einnig ábendingar um lesefni úr "hinni áttinni". Síðasta bók sem ég las þaðan var þessi hvatning til lokaðra landamæra, tollamúra og almennrar einangrunar. Engin tímasóun í eitt skipti, en meira af þessu tagi væri tímasóun.
DV á morgun - nema hvað?
Í DV á morgun gef ég leiðbeiningar um hvernig á að kjósa í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Þeir sem mig þekkja vita auðvitað með hvaða tveimur möguleikum ég mæli með, og af hverju aðrir möguleikar eru vondir.
Shower Shock Caffeinated Soap er eitthvað sem ég verð klárlega að eignast.
Annars er búið að vera ágætishasar í dag. Núna tekur hin hefðbundna síðdegisþreyta við og því um að gera að ræsa MSN og hafa samskipti við umheiminn. Ágætt.
Shower Shock Caffeinated Soap er eitthvað sem ég verð klárlega að eignast.
Annars er búið að vera ágætishasar í dag. Núna tekur hin hefðbundna síðdegisþreyta við og því um að gera að ræsa MSN og hafa samskipti við umheiminn. Ágætt.
Nálgast!
Helgin handan við hornið. Núna skal ég ná að mæta á laugardegi!
Loksins fann ég netútvarp (Winamp/OGG) sem ég get hlustað á í lengur en eitt lag. Núna hljómar gamall og góður Metallica-slagari og hvað kemur svo? Spennandi!
Ég komst að því fyrir skömmu að ég kann ekki lengur stærðfræðigreiningu. Þetta var ákveðið áfall þar sem ég tók gríðarlega þekkingu mína á því sviði sem sjálfsögðum hlut. Núna held ég að ég þurfi að grafa upp eins og eina góða stærðfræðigreiningarbók, dusta köngulóarvefi og ryk af henni, og í slípa getuna til í helstu aðferðum.
Nú er ég orðinn gráðugur... í birtingu! Óþolinmæði mín er takmarkalaus.
Húrra - Megadeth í netúvarpinu. Frábært.
Ég bý með fjórum kvenmönnum og einum pilt sem er aldrei heima. Þetta hefur kosti og galla. Kostirnir snúa að daglegri umgengni - alltaf til sápa, alltaf til klósettpappír, alltaf tekið til og þrifið eftir planinu. Gallinn, ef galla má kalla, er að allt tæknilegt er á mínum herðum: Minna fólk á að borga leigu, ganga frá öllu sem heitir tryggingar og reikningar og innheimtu þar að lútandi, hafa samband við íbúðareigandann ef eitthvað kemur upp á og þegar eitthvað varðandi leigusamning þarf að ræða, og fleira í þeim dúr. Á heildina litið er hlutskipti mitt ekki svo galið þótt stundum virðist sem mikið sé að gerast í einu. Líkur þar með þeirri hugleiðingu sem er algjörlega tilgangslaust að skrifa um en gaman samt.
DV-orð gærdagsins komin á Ósýnilegu höndina. Hvað eiga DV-orð morgundagsins að fjalla um?
Loksins fann ég netútvarp (Winamp/OGG) sem ég get hlustað á í lengur en eitt lag. Núna hljómar gamall og góður Metallica-slagari og hvað kemur svo? Spennandi!
Ég komst að því fyrir skömmu að ég kann ekki lengur stærðfræðigreiningu. Þetta var ákveðið áfall þar sem ég tók gríðarlega þekkingu mína á því sviði sem sjálfsögðum hlut. Núna held ég að ég þurfi að grafa upp eins og eina góða stærðfræðigreiningarbók, dusta köngulóarvefi og ryk af henni, og í slípa getuna til í helstu aðferðum.
Nú er ég orðinn gráðugur... í birtingu! Óþolinmæði mín er takmarkalaus.
Húrra - Megadeth í netúvarpinu. Frábært.
Ég bý með fjórum kvenmönnum og einum pilt sem er aldrei heima. Þetta hefur kosti og galla. Kostirnir snúa að daglegri umgengni - alltaf til sápa, alltaf til klósettpappír, alltaf tekið til og þrifið eftir planinu. Gallinn, ef galla má kalla, er að allt tæknilegt er á mínum herðum: Minna fólk á að borga leigu, ganga frá öllu sem heitir tryggingar og reikningar og innheimtu þar að lútandi, hafa samband við íbúðareigandann ef eitthvað kemur upp á og þegar eitthvað varðandi leigusamning þarf að ræða, og fleira í þeim dúr. Á heildina litið er hlutskipti mitt ekki svo galið þótt stundum virðist sem mikið sé að gerast í einu. Líkur þar með þeirri hugleiðingu sem er algjörlega tilgangslaust að skrifa um en gaman samt.
DV-orð gærdagsins komin á Ósýnilegu höndina. Hvað eiga DV-orð morgundagsins að fjalla um?
Subscribe to:
Posts (Atom)